Smíði á nýjum dráttarbát Faxaflóahafna sf. miðar vel áfram og er nú á lokastigi. Reiknað er með að dráttarbáturinn verði klár í kringum 4. október. Að því loknu er stefnt að því að sigla bátnum heim og mun Damen manna bátinn. Ef allt gengur að óskum þá verður dráttarbáturinn afhentur strax á nýju ári, þ.e. í kringum miðjan janúar 2020.

Nýji dráttarbáturinn mun fá nafnið Magni. Magni er 32 metra langur og 12 metra breiður. Hann er með tvær 2.025kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn fram og 85 aftur. Þetta er samanlagt togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna.

Það er skipasmiðastöðin Damen Shipyards í Hollandi sem smíðar dráttarbátinn en hún rekur skipasmíðastöð í Víetnam þar sem báturinn er smíðaður. Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður er staddur þar þessa stundina ásamt sérfræðingum frá Faxaflóahöfnum. Verið er að gera alls kyns prófanir á sjó þar sem allur búnaður verður prófaður, ásamt þvi að verið er að sannreyna togkraft.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af skipinu:

FaxaportsFaxaports linkedin