Það er alltaf ákveðinn boðberi sumars þegar hin árlega sýning á Miðbakka er sett upp í tilefni Sjómannadagsins, sem að þessu sinni er haldinn hátíðlegur í Gömlu höfninni í Reykjavík þann 1. júní. Í ár eru tvær sýningar á Miðbakka. Annars vegar sýningin Reykjavík þá og nú og svo sýningin Fágæt fley.
Reykavík þá og nú
Á 19. öld var Reykjavík lítið þorp með lágreistum timburhúsum, sem með tímanum hafa vikið fyrir stærri og endingarbetri byggingum. Á sýningunni er fylgst með þessari þróun og sýnt hvernig nokkrir valdir staðir í borginni hafa breyst í tímans rás. Farið er allt að 190 ár aftur í tímann og skoðað hvernig byggðin leit út áður fyrr og breytingarnar sem orðið hafa allt til dagsins í dag.
Sýningin Fágæt fley
Á undanförnum árum hefur verið gert átak í skráningu fornbáta hérlendis til að fá yfirsýn yfir þá báta hafa varðveist. Í upphafi var gerð skrá yfir báta í eigu safna og annarra stofnana á Íslandi, en nú hafa bátar í eigu einstaklinga einnig verið skráðir. Þeir eru orðnir um 100 talsins á skrá og eru hver öðrum áhugaverðari. Eigendurnir hafa iðulega lagt mikinn metnað í varðveislu þeirra og siglt þeim sér og öðrum til gagns og ánægju. Á þessari sýningu voru valdir 20 fornbátar og þeim gerð góð skil í máli og myndum.
Vaskir starfsmenn Faxaflóahafna (Haukur Einarsson og Richard Cookson) koma sýningunni fyrir á Miðbakka í Reykjavík.