Nú líður að tendrun Friðarsúlu Yoko Ono í Viðey, en venju samkvæmt fer fram athöfn vegna þess tilefnis þann 9. október kl 20.00.  Byrjað verður að ferja fólk út í eyju frá Skarfabakka kl. 17.30. Strætó mun sjá um akstur frá Hlemmi frá kl. 17.15 og tilbaka þar til yfir lýkur.

Faxaflóahafnir óska eftir því að ferðaþjónustufyrirtæki leggi ekki rútum á Viðeyjarbílastæðinu þetta kvöld.  Þannig að svæðið sé laust fyrir þessa athöfn.

Mynd í eigu Faxaflóahafna. Höfundur: Ólafur Haraldsson