Þann 20. febrúar 2023 kl. 16:00 voru opnaðar umsóknir um þátttöku í samstarfssamkeppni um alverktöku, vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka í Sundahöfn, Reykjavík.

Eftirfarandi teymi sóttu um:

  1. ÍAV, VSÓ Ráðgjöf ehf og Brokkr studio
  2. Ístak hf., THG arkitektar, Exa nordic, Teknik, Lota, Brekke&Strand, Örugg, Landslag
  3. Sigurðsson ehf., Arkþing-Nordic, Efla

Farið hefur verið yfir umsóknir allra og hafa öll teymin staðist kröfur Faxaflóahafna og samþykkt til þátttöku í samkeppninni.

„Samstarfssamkeppni um alverktöku vegna hönnunar og byggingar á fjölnota farþegamiðstöð á Skarfabakka er ný nálgun á slíkri samkeppni á Íslandi. Þess vegna er ánægjulegt að sjá að svona öflug og fagleg teymi hafi sótt um þátttöku í samstarfssamkeppninni,“ segir Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs.

FaxaportsFaxaports linkedin