Í dag voru opnuð tilboð verktaka í lagningu nýs hjólastígs meðfram Fiskislóð. Í verkinu felst einnig endurnýjun á götu- og stígalýsingu. Hjólastígurinn mun liggja milli götunnar sjálfrar og núverandi göngustígs norðan megin götunnar. Framkvæmdir munu hefjast á næstu vikum og eru verklok áætluð 15. desember.