Nú er haustið að ganga í garð og hætta á að rusl og annað lauslegt fjúki um svæðið. Faxaflóahafnir sf. hvetja leigjendur og lóðarhafa á hafnarsvæðinu, til að huga vel að nærliggjandi umhverfi og hafa snyrtimennsku í fyrirrúmi. Framlag allra fyrirtækja skiptir miklu máli fyrir ásýnd svæðisins. Tökum höndum saman og gerum gott hafnarsvæði enn betra.

Með fyrirfram þökk.
Faxaflóahafnir sf.