Í dag, miðvikudaginn 15. maí, var skrifað undir verksamning vegna söluhúsa við Ægisgarð. Verktakinn er E. Sigurðsson ehf.

Verkið felst í byggingu sex söluhúsa og einu inntaks- og salernishúsi við Ægisgarð, ásamt tilheyrandi jarðvinnu og yfirborðsfrágangi. Jafnframt á að koma fyrir sökklum fyrir sjöunda söluhúsið og undirbúa lagnir fyrir seinni tíma tengingu. Lagnir í götu verða endurnýjaðar.

Verktaki byggir húsin og steyptar undirstöður á Seltjarnarnesi í sumar og flytur á verkstað. Framkvæmdir við Ægisgarð hefjast í október 2019. Verklok eru áætluð í apríl 2020.


Á myndinni má sjá Guðmund Eiríksson forstöðumann tæknideildar Faxaflóahafna og Eyjólf Sigurðsson framkvæmdastjóra E. Sigurðssonar.