Björgun á sjó er eitt af því sem Faxaflóahafnir tekur þátt í og er stolt af. Fimmtudaginn 12. mars sl., kom beiðni frá Eimskip um að senda dráttarbát til að aðstoða ferjuna Baldur, þar sem hún var vélarvana á Breiðafirði. Rúmri klukkustund eftir að beiðni barst var Phoenix lagður af stað til aðstoðar. Áður en Phoenix lagði af stað þurfti að kaupa inn vistir, kalla út starfsmenn í áhöfn og gera bátinn klárann.

Verkefnið var unnið í góðri samvinnu við Landhelgisgæsluna, sem tók við Baldri af rannsóknarskipinu Árna Friðrikssyni og dró inn undir höfnina í Stykkishólmi. Á þeim stað tók Phoenix við ferjunni og gekk vel að koma henni til hafnar. Phoenix var bundinn utan á Baldur og hafði þannig gott vald til að koma Baldri að bryggju.

Að verkefni loknu sigldi Phoenix til Reykjavíkur, eftir 34 klst. ferðalag. Í áhöfn Phoenix voru Steinþór Hjartarson, Jóhannes Bergþór Jónsson, Þórarinn Pálsson og Ari Birgisson. Faxaflóahafnir þakka áhöfn fyrir vel unnin verk.

Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem teknar af Guðmundi St. Valdimarssyni og úr þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ljósmynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Ljósmynd: Landhelgisgæsla Íslands

Ljósmynd: Landhelgisgæsla Íslands

 

FaxaportsFaxaports linkedin