fbpx

Ár 2013, föstudaginn 13. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Páll Hjaltason
Júlíus Vífill Ingvarsson
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Sveinn Kristinsson
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
Varafulltrúi:
S. Björn Blöndal
Arna Garðarsdóttir
Áheyrnarfulltrúi:
Þorsteinn Freyr Friðbjörnsson
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.    Fjárhagsáætlun 2014.
a. Fjárhagsáætlun ársins 2014 ásamt greinargerð hafnarstjóra.  Fjárhagsáætlun og greinargerð
b. Langtímaáætlun Faxaflóahafna sf. 2014 – 2024.
c.   Gjaldskrá fyrir árið 2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tekjum, rekstrargjöldum, viðhaldsverkefnum og framkvæmdum Faxaflóahafna sf. árið 2014 og langtímaáætlun. Hann fór einnig yfir tillögu að gjaldskrá fyrirtækisins fyrir árið 2014.
  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og tillögu að gjaldskrá, sem taki gildi 1. janúar 2014.
 JVI og ÞHV sitja hjá við afgreiðslu málsins.
2.    Lóða- og þjónustumál á Skarfabakka.
a. Erindi Einars Þ. Einarssonar f.h. Icecards ehf. ásamt fylgigögnum, dags. 1.8.2013 þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir þjónustutjald við Skarfabakka.
b. Erindi Iceland Travel Assistance ehf., dags. 20.8.2013 þar sem óskað er eftir framlengingu á leigusamningi á Skarfabakka.
ÞHV og JVI óska eftir að lagt verði fram minnisblað um helstu atriði sem varða umferð farþega á Skarfabakka. Afgreiðslu málsins frestað til næsta fundar.
3.    Akraneshöfn – húsnæðismál. Minnisblað hafnarstjóra dags. 5.9.2013.
         Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að auglýsa hafnarhúsið á Akranesi til sölu eða leigu undir veitingastarfsemi eða aðra   þjónustu sem styrki hafsækna ferðaþjónustu á Akranesi.
4.    Lóðamál á Grundartanga.
a. Minnisblað hafnarstjóra dags. 5.9. 2013.
b. Erindi TS Shipping um aðstöðu til niðurrifs á skipum.
c.   Erindi Quantum ehf. dags. 2.7.2013 þar sem óskað er eftir viljayfirlýsingu um forgang til um 1,1 ha. svæðis á Grundartanga undir þurrkun á timbri og framleiðslu á viðarkubbum.
d. Umsókn Atlantic Green Energy ehf. dags. 9.9.2013 um tvær lóðir á Grundartanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi beiðnum um lóðir á Grundartanga og áhuga aðila á að hefja þar starfsemi. Hafnarstjórn samþykkir eftirfarandi vegna umsókna og fyrirspurna sem borist hafa:
a)    Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindi TS Shipping um gerð vilja­yfirlýsingar um lóð til niðurrifs á skipum. Ljóst er að verkefnið kallar á umfangsmiklar lóðaframkvæmdir, breytingar á aðal- og deiliskipulagi og ekki liggur nægjanlega fyrir hver umhverfisáhrif af starfseminni verða. Því telur hafnarstjórn ekki forsendu til frekari viðræðna nema að fyrir liggi af hálfu TS Shipping umhverfisskýrsla sem gefi tilefni til frekari viðræna og geti orðið grundvöllur matsfyrirspurnar til Skipulagsstofnunar og umsagnar Hvalfjarðarsveitar.
b)   Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að taka upp viðræður við Quantum ehf. um aðstöðu á Grundartanga fyrir framleiðslu á viðar­kubbum með fyrirvara um skipulag svæðisins, en áskilur að unnin verði umhverfisskýrsla sem nýta megi sem fyrirspurn um matsskyldu til Skipulagsstofnunar áður en ákvörðun er tekin um erindið.
c)    Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstóra að taka upp viðræður við Atlantic Green Energy ehf. um úthlutun lóðar undir aðstöðu til framleiðslu á biodiesel.
5.    Skýrsla um atvinnulíf og starfsemi í Gömlu höfninni, unnin af Bergþóru Bergsdóttur, dags. í september 2013.  SKÝRSLA
Hafnarstjóri gerði grein fyrir megin niðurstöðum skýrslu um atvinnulíf og starfsemi í Gömlu höfninni. Hafnarstjórn færir Bergþóru Bergsdóttur bestu þakkir fyrir gerð skýrslunnar.
6.    Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Fiduc fasteigna, dags. 9.9.2013 varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45A fastanr. 228-4616 og 228-4609. Seljandi Freyja Gylfadóttir, kt. 310767-5149. Kaupandi Ingibjörg Svala Þórðardóttir, kt. 140766-2919.
Hafnarstjórn samþykkir að falla frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um ákvæði deiliskipulags og lóðarleigusamnings.
7.    Lóða- og skipulagsmál:
a. Klettagarðar 27. Minnisblað hafnarstjóra dags. 5.9.2013 varðandi gerð lóðarleigusamnings.
b. Fiskislóð. Umsókn Mannverks ehf. ásamt fylgigögnum dags. 11.9.2013 um breytingu á deiliskipulagi lóðanna nr. 33 – 37 þar sem lóðirnar yrðu sameinaðar og nýtingarhlutfall hækki úr 0,5 í 1,0.
c.   Sævarhöfði 31, Reykjavík.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lóðamálum á Fiskislóð, Sævarhöfða og við Klettagarða. Hafnarstjóra falið að ganga frá lóðarleigusamningi við OLÍS um lóðina nr. 27 við Klettagarða.
Stjórn Faxaflóahafna sf. felur hafnarstjóra að láta vinna nauðsynlega uppdrætti og drög að þeim breytingum á deiliskipulagi lóðanna nr. 33-37 við Fiskislóð sem erindi Mannverks hf. myndi hafa í för með sér. Málið verði unnið í samvinnu við umhverfis- og skipulagsvið Reykjavíkur m.a. m.t.t. framtíðarstefnu varðandi svæðið og þannig lagt að nýju fyrir stjórn Faxaflóahafna sf.
 Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45

FaxaportsFaxaports linkedin