Ár 2014, föstudaginn 10. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll H. Hjaltason

Oddný Sturludóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir

Sveinn Kristinsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Páll Brynjarsson

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Erlingur Þorsteinsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.    Bréf Grímshúsfélagsins í Borgarnesi, dags. 7.12.2013, þar sem þakkaður er veittur stuðningur við endurbyggingu Grímshúss.
Lagt fram.
2.    Húsnæðismál á Akranesi. Minnisblað hafnarstjóra, dags. 7.1.2014.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að vinna að málum á grundvelli umræðna á fundinum.
3.    Rekstraryfirlit fyrir árið 2013.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir áætlaðri rekstrarniðurstöðu ársins 2013.
4.    Fundargerð fundar með lóðarhöfum á Grundartanga 18.12.2013.
Lögð fram.
5.    Skipulagsmál á Grundartanga. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi.
Gerð var grein fyrir tillögu að breytingu á aðalskipulagi á Grundartanga og samþykkir hafnarstjórn að fela hafnarstjóra að óska eftir samþykki Hvalfjarðarveitar á henni.
6.    Bréf Hvalfjarðarsveitar varðandi afgreiðslu sveitarstjórnar á erindi varðandi breytingar á aðalskipulagi á Grundartanga, dags. 18.12.2013.
Lagt fram.
7.    Niðurstaða útboðs þjónustuhúss á Skarfabakka.
Málið kynnt.
8.    Tillaga að göngubrú við Sjóminjasafnið.
Kynnt tillaga að gerð göngubrúar við Sjóminjasafnið. Samþykkt að leggja fram kostnaðaráætlun við verkið þegar hún liggur fyrir áður en framkvæmdir hefjast.
9.    Erindi Umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar varðandi uppsetningu listaverks í Vesturbugt.
Hafnarstjórn getur fallist á staðsetningu listaverksins til tveggja ára á þeim stað sem tillaga er gerð um. Gert formlegt samkomulag við Faxalfóahafnir sf., en kostnaður við uppsetningu og brottflutning verksins verði höfninni óviðkomandi. Haft verði samráð við höfnina um nauðsynlegar framkvæmdir við uppsetningu verksins og frágang að tímanum loknum. Vakin er athygli á að framundan eru talsverðar framkvæmdir á svæðinu sem haft geta áhrif á umhverfi listaverksins og aðgengi að því.
10.    Önnur mál.
JVI spurðist fyrir um stöðu mála varðandi sölu á lóðinni 31 við Sævarhöfða.
Fleira ekki gert,
Fundi slitið kl. 11:00