Ár 2014, föstudaginn 7. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Oddný Sturludóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Sveinn Kristinsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Páll Brynjarsson

Varafulltrúi:

Kjartan Magnússon

S. Björn Blöndal

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Erlingur Þorsteinsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Lóða- og skipulagsmál á Grundartanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir hugmyndum að breytingu á aðalskipulagi og lóðamálum á Grundartanga.
2. Fyrirspurn Brims hf. vegna breyttrar nýtingar og breytts útlits hússins við Geirsgötu 11.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í fyrirliggjandi tillögu um breytingar á Geirsgötu 11 og lýsir sig reiðubúna til viðræðna um framhald málsins.
3. Lóðaumsóknir:

a. Umsókn Agnars Agnarssonar, dags. 3.2.2014, um lóðina nr. 4 við Djúpslóð.

Afgreiðslu frestað.
4. Gjaldskrármál:

a. Erindi forseta Alþýðusambands Íslands, dags. 14.1.2014, um gjaldskrárhækkanir.

b. Erindi forstjóra Eimskipafélags Íslands hf., dags. 16.1.2014, um gjaldskrárhækkanir.

c. Samantekt hafnarstjóra um þróun gjaldskrár og forsendur vegna ársins 2014.

Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fresta hækkun á vörugjöldum frá og með 1. janúar en miða hækkun skipagjalda og tengdra þjónustugjalda við 2,5%, sem er verðbólgumarkið Seðlabanka Íslands, í stað 3,8% hækkunar. Gjaldskráin verði tekin til endurskoðunar á miðju ári með hliðsjón af þróun verðlags. Hafnarstjóra er falið að gera viðeigandi tillögu að breytingum rekstrargjalda miðað við nýjar verðlagsforsendur og senda ASÍ og Eimskipafélagi Íslands svar við erindi þeirra og gera grein fyrir þeim áhrifum sem þessi breyting hefur.
Sveinn Kristinsson telur að gjaldskráin eigi að vera óbreytt og í samræmi við þær forsendur sem lagt var upp með við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2014.
5. Sævarhöfði 31 – samningur um sölu lóðarinnar til Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning og felur hafnarstjóra að undirrita hann.
6. Kostnaðaráætlun vegna framkvæmda við timburmannvirki í Vesturbugt.
Lagt fram.
7. Erindi Davíðs Freys Jónssonar f.h. Arctic Seafood, ódags., þar sem óskað er eftir leyfi til að setja upp „sjávarréttarvagn“ við Suðurbugt.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að heimila staðsetningu “sjávarréttar-vagns“ á svæði við Ægisgarð til reynslu fram á næsta haust.
8. Erindi Jóns Ágústs Þorsteinssonar f.h. Klappa ehf. og Þorsteins Jónssonar, dags., 15.1.2014, þar sem óskað er eftir samstarfi við Faxaflóahafnir sf. um umhverfisvernd hafnarsvæða og þátttöku í öndvegissetri um verndun hafsins o.fl.
Hafnarstjórn felur formanni og hafnarstjóra að afla frekari upplýsinga um verkefnið.
9. Erindi Jóhanns Sigmarssonar f.h. 40.074KM ehf., dags. 10.1.2014, varðandi styrk til Miðbaugs-minjaverkefnisins.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
10. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi fasteignasölunnar Garðs., dags. 16.1.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Köllunarklettsvegi 8 fastanr. 228-1384. Seljandi Íslandsbanki hf., kt. 491008-0160. Kaupandi Árfoss hf., kt. 451184-0249.

b. Erindi Atvinnuhúsa ehf., dags., 16.1.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 23-25 fastanr. 231-0621 og 231-0622. Seljandi S-30 ehf., kt. 711096-2059. Kaupandi Lýsing hf., kt. 621101-2420.

c. Erindi Dróma hf., dags. 23.12.2013, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 224-7089, 224-9414 og 224-9415. Seljandi Frjálsi hf., kt. 691282-0829. Kaupandi F fasteignafélag ehf., kt. 631213-1620.

d. Erindi Lögfræðistofu Gunnars Thoroddsen ehf., dags. 21.1.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Skútuvogi 3 fastanr. 202-0926 og 225-2018. Seljandi Eggert Kristjánsson hf., kt. 510169-3449. Kaupandi Sjöstjarnan ehf., kt. 501298-5069.

e. Erindi fasteignasölunnar Valhallar, dags., 18.12.2013, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 3 fastanr. 227-6617 og 222-9843. Seljandi Potter ehf., kt. 621210-0250. Kaupandi Vélar og skip ehf., kt. 490569-0149.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi sé í samræmi við ákvæði lóðarleigusamninga og deiliskipulags.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:30