Ár 2014, föstudaginn 12. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

S. Björn Blöndal

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Málefni Silicor.

a. Staða skipulags og Yfirlýsing Hvalfjarðarsveitar.

b. Drög að samningum.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir því að sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar hafi lokið við samþykkt þeirra aðal- og deiliskipulagstillagna sem auglýstar voru. Hann greindi þá einnig frá meginefni þeirra samningsdraga sem liggja fyrir milli Faxaflóahafna sf. og Silicor Materials.
2. Málefni Björgunar.

a. Tillaga að svari til Björgunar ehf. vegna bréfs LEX lögmannsstofu, dags. 17.10.2104.

Hafnarstjórn samþykkir efni bréfsins með þeirri breytingu sem gerð var og felur hafnarstjóra að senda það.
3. Tillaga um breytingu á gjaldskrá vegna breytinga á lögum um móttöku úrgangs frá skipum skv. lögum nr. 33 frá 2004 um varnir gegn mengun hafs og stranda.
Hafnarstjóri fór yfir breytingar á lögum um varnir gegn mengun hafs og stranda og þá tillögu sem lögð er fram um úrgangs- og förgunargjald í gjaldskrá Faxaflóahafna sf. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.
4. Viljayfirlýsing um stofnun þróunarfélags um samstarf varðandi Grundartangasvæðið, dags. 28.11.2014.
Hafnarstjórn samþykkir yfirlýsinguna.
5. Samþykkt fyrir endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar, dags. 10.7.2014.
Á grundvelli samþykktar endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar felur hafnarstjórn formanni og hafnarstjóra að ganga til samninga við nefndina um eftirlit með ytri endurskoðun og innra eftirliti þannig að nefndin gegni hlutverki endurskoðunarnefndar Faxaflóahafna sf.
Endurskoðunarnefnd mun þannig vinna fyrir hönd stjórnar Faxaflóahafna sf. að verkefnum sem skilgreind eru í samþykktum fyrir endurskoðunar-nefnd Reykjavíkur, en þau helstu eru:

a) Eftirlit með vinnuferli við gerð reikningsskila.

b) Eftirlit með fyrirkomulagi og virkni innra eftirlits einingarinnar, innri endurskoðun og áhættustýringu.

c) Eftirlit með endurskoðun ársreiknings og samstæðureiknings einingarinnar.

d) Mat á óhæði endurskoðanda eða endurskoðunarfyrirtækis og eftirlit með öðrum störfum endurskoðanda eða endurskoðunar¬fyrirtækis.

e) Setja fram tillögu til stjórnar um val á ytri endurskoðendum eða innri endurskoðanda. 

6. Samantekt frá fundi um aðgengismál í Skarfavör og Viðey, dags. 24.11.2014.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
7. Rekstraryfirlit fyrir tímabilið janúar til og með október 2014.
Lagt fram.
8. Eignarhald á landi í Gufunesi.

a. Erindi skrifstofu eigna og atvinnuþróunar til borgarráðs, dags. 8.12.2014, varðandi tillögu um kaup á landi Faxaflóahafna í Gufunesi.

Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa Reykjavíkurborgar um málið.
9. Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. og starfsfólks Faxaflóahafna sf.
Samþykkt að taka málið fyrir á næsta fundi.
10. Minnisblað verkfræðistofunnar Eflu, dags. 21.11.2014, um gæða- og vottunarmál og hugsanleg næstu skref fyrir Faxaflóahafnir.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni minnisblaðsins og er honum falið að leggja fram tillögu um næstu skref Faxaflóahafna sf. við öflun umhverfis¬vottunar.
11. Fundargerð 37. stjórnarfundar Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar frá 13. nóvember sl.
Lögð fram.
12. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi fasteignasölunnar Domusnova ehf., ódags. varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6858. Seljandi Byssusmiðjan ehf., kt. 561106-0880. Kaupandi Bergur Hermanns Bersson, kt. 260766-4279.

b. Erindi fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 26.9.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Skútuvogi 13A fastanr. 223-4609 og 223-4610. Seljandi Iceeignir ehf., kt. 630306-0350. Kaupandi Arnar Hauksson, kt. 041279-4199.

c. Erindi Stakfells fasteignasölu, dags. 4.11.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 3 fastanr. 226-9936. Seljandi F3 ehf., kt. 621012-0100. Kaupandi Smáragarður ehf., kt. 600269-2599.

d. Erindi Stakfells fasteignasölu, dags. 18.11.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 4 fastanr. 200-0093, 221-3282, 221-3284, 228-1465, 221-3286, 221-3289 og 221-3288. Seljandi Potter ehf., kt. 621210-0250. Kaupandi F3 ehf., kt. 621012-0100.

e. Erindi Fasteignamiðlunar Grafarvogs, dags. 26.11.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Grandagarði 5 fastanr. 200-0171. Seljandi Salon Reykjavík ehf., kt. 440598-2859. Kaupandi Kría Hjól ehf., kt. 650309-0140.

f. Erindi Potter ehf., dags. 5.12.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 57-59 og 53 fastanr. 200-0056 og 200-0053. Seljandi Þórsberg ehf., kt. 690875-0129. Kaupandi Potter ehf., kt. 621210-0250.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðunum sé í samræmi við lóðarleigu¬samninga og deiliskipulag. OA tekur ekki þátt í afgreiðslu a-liðar.
13. Önnur mál.
ÞÁ gerði lýsingu á Hamborgarjólatrénu að umræðuefni.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30.

FaxaportsFaxaports linkedin