Ár 2015, föstudaginn 9. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Varafulltrúar:

Helgi Haukur Hauksson

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Elín Oddný Sigurðardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Fundargerð frá fundi með Útvegsmannafélagi Reykjavíkur, 17. desember s.l.

Lögð fram.

2. Erindi Jóhanns Sigmarssonar f.h. 40.074KM ehf., dags 10.12.2014, um styrk til Miðbaugs – minjaverkefnisins.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.

3. Erindi FSPB 2 ehf., dags. 15.12.2014, varðandi tillögu að breytingu á deilskipulagi í Vesturhöfn nóvember 2014.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að svara erindinu.

4. Erindi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, dags. 12.12.2014, varðandi auglýsingu um tillögu að nýju svæðisskipulagi – Höfuðborgarsvæðið 2040. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra, dags. 5.1.2015.

Hafnarstjóra falið að senda SSH framlagt minnisblað.

5. Deiliskipulag Kleppslandsins.

Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra í samvinnu við umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar að vinna tillögu að deiliskipulagi lands við Klepp. Haft verði samráð við yfirstjórn Kleppsspítala varðandi framtíðarstarfsemi á Kleppi.

6. Tölvupóstur Sverris Rafnssonar, dags. 5.1.2015, ásamt minnisblaði skipulagsfulltrúa, dags. 7.1.2015, varðandi lóðina nr. 27 við Fiskislóð.

Hafnarstjóra heimilað að ganga frá lóðagjaldasamningi við bréfritara.

7. Drög að siðareglum kjörinna fulltrúa í stjórn Faxaflóahafna sf. og starfsfólks Faxaflóahafna sf.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögur að reglum.

8. Skýrsla Bergþóru Bergsdóttur, dags. í  janúar 2015, um mögulegar Flóasiglingar.

Hafnarstjórn færir Bergþóru bestu þakkir fyrir vel unna skýrslu. Hafnarstjóra falið að kynna skýrsluna fyrir Reykjavíkurborg og Akraneskaupstað.

9. Viðskiptamál
10. Önnur mál.

Júlíus Vífill lagði fram eftirfarandi tillögu:

„Faxaflóahafnir sf. hafa starfsemi í fjórum sveitarfélögum en fimm sveitarfélög eiga aðild að félaginu. Svæðið nær frá Reykjavík að Borgarnesi. Aðalskipulagsáætlanir sveitarfélaga hafa að geyma leiðarljós og bindandi markmið til lengri tíma en skipulagsáætlanir lýsa ekki framtíðarstefnu Faxaflóahafna. Rík ástæða er til að mótuð verði heildarsýn fyrir hafnarstarfsemi á Faxaflóa til framtíðar. Æskilegt er að í þeirri vinnu verði skoðaðir möguleikar á sameiginlegri hafnarstarfsemi á svæðinu frá Reykjanesskaga til Borgarfjarðar og þá með hvaða hætti þeirri samvinnu yrði best háttað. Lagt er til að farið verði í þá vinnu. Grundavöllur hennar verði sameiginlegir hagsmunir, vöxtur og hagkvæmni hafnarstarfsemi svæðisins. Við mótun stefnunnar verði haft náið samráð við sveitarfélög, samtök sveitarfélaga, íbúa og aðra hagsmunaaðila. Hafnarstjóra er falið að kanna vilja sveitarfélaga á svæðinu til slíkrar vinnu. „

Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:15