Ár 2015, föstudaginn 8. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir

Líf Magneudóttir

S. Björn Blöndal

Þórlaug Ágústsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.   Grænt bókhald Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2014.
Hafnarstjórn samþykkir niðurstöðuna.
2.   Rekstraryfirlit m.v. janúar – mars ásamt yfirliti um stöðu eignabreytinga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þróun tekna, útgjalda og eignabreytinga.
3. Erindi Umhverfisvaktarinnar við Hvalfjörð, dags. 28.4.2015, vegna fyrirspurna um fyrirhugaða sólarkísilverksmiðju Silicor Materials Inc. á Grundartanga.
Hafnarstjóra falið að svara fyrirspurninni.
4.  Greinargerð Bergþóru Bergsdóttur og Vignis Albertssonar, dags. 27.4.2015, um þjónustuhús og aðstöðu fyrir hafnsækna ferðaþjónustu í Gömlu höfninni.
Formanni og hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa umhverfis- og skipulagsráðs.
5.  Kynningargögn Landslags varðandi umhverfis- og umferðarskipulag á efri hluta Grandagarðs ásamt minnisblaði aðstoðarhafnarstjóra, dags. 7.5.2015.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir þeim hugmyndum sem liggja fyrir.
Rætt um að fá ráðgjöf um heildarskipulag á Örfirisey og er hafnarstjóra falið að vinna að málinu og leggja fyrir stjórn.
6.     Minnisblað um vottuð stjórnunarkerfi fyrir umhverfismál og heilsu og öryggismál, dags. í maí 2015.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
7.     Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf., þann 11. júní n.k. ásamt fundargerð 39. stjórnarfundar félagsins.
Hafnarstjórn felur aðstoðarhafnarstjóra að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum. Forstöðumaður tæknideildar, Guðmundur Eiríksson, er tilnefndur í stjórnina.
8.     Erindi Þorgeirs & Ellerts hf., dags. 29.4.2015, varðandi uppbyggingu hafnarsvæðis í Lambhúsasundi.
Hafnarstjóra falið að leggja fram frekari upplýsingar um hvað felst í erindinu. Samþykkt að óska eftir umsögn Akraneskaupstaðar um erindið.
9.     Drög að kaupsamningi Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um land í Geldinganesi.
Stjórnin samþykkir samninginn.
ÓA, og BH sitja hjá.
JEA greiðir atkvæði gegn málinu.
10.  Málefni Björgunar ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins.
11.  Samkomulag um fyrirtækjasamning milli VLFA og Faxaflóahafna sf. dags. 5.6.2015.
Hafnarstjóri greindi frá tildrögum samningsins. Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
12.  Lóðamál.

a.  Umsókn KV verktaka ehf., dags. 8.4.2015, um lóðina Fiskislóð 41.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við beiðni um úthlutun lóðarinnar á meðan skipulagsskilmálar svæðisins eru til skoðunar.

b.  Umsókn Norðanmanna ehf., dags. 9.4.2015, um lóðina Fiskislóð 71-73.

Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að ganga frá lóðagjaldasamningi þegar fyrir liggur skoðun á kostnaði við að gera lóðina byggingarhæfa.

c.  Erindi Halldórs Þ. Birgissonar, hrl. f.h. Járn og Blikk ehf., dags. 18.2.2015, þar sem óskað er eftir samkomulagi um skil á lóðinni Tangavegur 3 á Grundartanga.

Hafnarstjórn getur fallist á innlausn lóðarinnar og heimilar hafnarstjóra að ganga frá nauðsynlegum skjölum þar að lútandi.

d.  Erindi Hlyns Áskelssonar, dags. 7.5.2015, varðandi ósk um kaup á lóðinni Fiskislóð 41.

Hafnarstjóra falið að skoða málið.
13.  Forkaupsréttarmál.

a.  Erindi Reita fasteignafélags hf., dags. 15.4.2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 1 fastanr. 229-2279. Kaupandi Olíuverzlun Íslands hf., kt. 500269-3249. Seljandi Reitir ll ehf., kt. 670492-2069.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að nýting lóðar falli að lóðarleigusamningi og deiliskipulagi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45