Ár 2015, fimmtudaginn 27. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:30.
Mættir:

           Kristín Soffía Jónsdóttir

           Líf Magneudóttir

           S. Björn Blöndal

           Þórlaug Ágústsdóttir

           Júlíus Vífill Ingvarsson

           Ólafur Adolfsson

           Björgvin Helgason

           Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

           Ingibjörg Valdimarsdóttir

           Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.     Fjárhagsáætlun ársins 2016. Vinnurammi og samantekt hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim fjárhagsramma og verkefnum sem fyrir liggja vegna fjárhagsáætlunar 2016. Samþykkt að taka áætlunina til afgreiðslu á næsta fundi stjórnar.
2.     Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 24.6.2015, um kosningu í stjórn Faxaflóahafna sf. til eins árs.
Lagt fram.
3.  Bréf borgarstjórans í Reykjavík, dags. 20.8.2015, varðandi tillögu borgarráðsfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um að við stjórnarskipti verði nýjar stjórnir upplýstar um ólokin verkefni
Lagt fram.
4.     Erindi Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.

a.    Erindi, dags. 19.8.2015, um hlutverk endurskoðunarnefndar gagnvart hafnarstjórn Faxaflóahafna sf.

b.    Erindi, dags. 20.8.2015, um verkefna­yfirlit endurskoðunarnefndar starfsárið 2015-2016.

Lagt fram.
5.     Erindi borgarritara, dags. 18.8.2015, varðandi siðareglur dótturfyrirtækja Faxaflóahafna sf.
Faxaflóahafnir sf. samþykktu siðareglur á fundi sínum þann 13. mars s.l. og eru reglurnar birtar á heimasíðu fyrirtækisins.
6.     Erindi Iceland Airwaves, dags. 13.8.2015, varðandi myndlistarverkefnið „Wall Poetry.“
Hafnarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti og felur hafnarstjóra að fylgja málinu eftir.
7.     Beiðni um styrki.

a.  Erindi Staðlaráðs Íslands, dags. 19.6.2015, þar sem óskað er eftir stuðningi við íslenska þýðingu á stöðlum.

b.  Erindi framkvæmdastjóra Norm ráðgjafar ehf., dags. 24.8.2015, þar sem óskað er eftir stuðningi við gerð handbókar um bætt aðgengi fatlaðs fólks að ferðamannastöðum.

Hafnarstjórn samþykkir að veita kr. 600.000 styrk til gerðar handbókar um bætt aðgengi fatlaðs fólks. Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindi um fjárstyrk við íslenska þýðingu á stöðlum.
8.     Lóðamál á Grundartanga.
Hafnarstjórn gerði grein fyrir stöðu mála varðandi SIlicor og lóðamála Eimskipa hf.
9.     Fundargerð 41. stjórnarfundar  og aðalfundargerð Vatnsveitufélags Hvalfjarðar­sveitar.
Lagðar fram. Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir málefnum veitunnar og bréfum Orkustofnunar um nýtingarleyfi.
10.  Samantekt um rafmagnsmál, dags. í ágúst 2015.
Hafnarstjóri greindi frá vinnu við úttekt á rafmagnsmálum á hafnar­svæðunum. Tillaga um aðgerðir til að auðvelda sölu á rafmagni til skipa verða unnar og kynntar stjórninni þegar þær liggja fyrir.
11.  Göngupallur við Grandarð 8. Umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19.8.2015. Yfirlitsmynd.
Hafnarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti að göngupallur skv. fyrirliggjandi teikningum verði reistur enda liggi fyrir öll tilskilin leyfi sameigenda hússins og byggingaryfirvalda. Áskilið er að leiðin verði almenn gönguleið og mannvirkið gert á sama hátt og úr sama efni og þau mannvirki sem hafa verið reist.
12.  Hlutur kvenna í starfsemi hafnanna – listaverk.
Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að leggja fyrir stjórnina tillögu um hvernig minnast megi hlutar kvenna í starfsemi Gömlu hafnarinnar með listaverki eða minnismerki.
13.  Lóðamál.

a.  Bréf skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar, dags. 17.8.2015, þar sem óskað er umsagnar um tillögu að starfsleyfi fyrir Efnarás ehf. að Klettagörðum 7.

Þar sem umsækjandi um starfsleyfið er ekki lóðarhafi lóðarinnar verður ekki séð að unnt sé að gefa út starfsleyfi til Efnarásar ehf. um starfsemi á henni. Hafnarstjóra falið að svara erindinu.
14.  Forkaupsréttarmál.

a.  Erindi Fasteignasölunnar Mikluborgar ehf., dags. 14. ágúst 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Hólmaslóð 2 fastanr. 226-1526. Kaupandi Guðmundur Hafsteinsson, kt. 290875-3319. Seljandi Þorlákur Hilmar Morthens, kt. 031053-5799.

b.  Erindi Nýhafnar fasteignasölu, dags. 24. ágúst 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 9 fastanr. 200-0088. Kaupandi Mó fjárfesting ehf., kt. 610907-1050. Seljendur Helmut Grimm, kt. 070448-2389 og Katrín Jónsdóttir, kt. 041261-7499.

c.  Erindi Valhallar fasteignasölu ehf., dags. 25. ágúst 2015, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Eyjarslóð 7 fastanr. 200-0091. Kaupandi Hífandi ehf., kt. 570108-1310. Seljandi RA 6 ehf., kt. 561299-4209.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra lóða með venjulegum fyrirvara um að starfsemi í eignunum falli að gildandi lóðaleigusamningum og deiliskipulagi.
15.  Önnur mál.

a.  Skipulagsdagur stjórnar.

Samþykkt að stefna að skipulagsdegi stjórnar í október.

b.  Næsti fundur stjórnar.

Samþykkt að næsti fundur stjórnar verði mánudaginn 14. september kl. 09:00.

c.  Starfsmannamál.

Hafnarstjóri kynnti auglýsingu á starfi markaðsstjóra, sem jafnframt verði með umsjón gæðamála Faxaflóahafna sf. en núverandi markaðsstjóri lætur af störfum um næstu áramót.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 15:00

FaxaportsFaxaports linkedin