Ár 2016, föstudaginn 12. febrúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

           Líf Magneudóttir

           S. Björn Blöndal

           Þórlaug Ágústsdóttir

           Júlíus Vífill Ingvarsson

           Ólafur Adolfsson

           Jónína Erna Arnardóttir

Varafulltrúi:

           Gunnar Alexander Ólafsson

Áheyrnarfulltrúar:

           Ingibjörg Valdimarsdóttir

           Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2015.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir niðurstöðum ársreikningsins. Stjórnin samþykkir reikninginn.
2.      Ársreikningur Halakots ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ársreikningnum. Hafnarstjórn samþykkir reikninginn.
3.      Erindi starfshóps um stofnun þróunarfélags fyrir Grundartangasvæðið, dags.19.1.2016. Bréf bæjarráðs Akraneskaupstaðar, dags. 29.1.2016.
Hafnarstjórn samþykkir þátttöku í stofnun félagsins fyrir sitt leyti og kaup á hlutafé að fjárhæð kr. 750.000.
4.      Drög að samkomulagi við Línberg ehf. um gerð deiliskipulags geymslusvæðis milli Fiskislóðar og Grandagarðs.
Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið. OA vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.
5.      Samantekt um tillögu varðandi listaverk til minningar um þátt kvenna í starfsemi hafnarinnar, dags. í febrúar 2016.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að ræða við fulltrúa SÍM um verkefnið.
6.      Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra um framkvæmdir við nýjan hafnarbakka utan Klepps, dags. 8.2.2016.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.
7.      Forkaupsréttarmál.

a.    Erindi Fasteignamarkaðarins ehf., dags. 1. febrúar 2016, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 81 fastanr. 223-3977. Kaupandi Gengur betur ehf., kt. 420115-0160. Seljandi Eggjar ehf., kt. 571005-0850.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi falli að lóðarleigusamningi og deiliskipulagi.
8.      Önnur mál.

a.    Starfsdagur stjórnar 26. febrúar n.k.

Farið var yfir drög að dagskrá og umræðuefnum.

b.    Umhverfis og öryggisvottun.

Hafnarstjóri greindi frá stöðu málsins og drögum að endurskoðaðri umhverfisstefnu.

c.    Eigendastefna.

Formaður fór yfir tilnefningu eigenda í nefnd um gerð eigendastefnu.

d.    Staða mála varðandi HB Granda hf. á Akranesi.

Ólafur Adolfsson fór yfir stöðu skipulagsmála vegna fyrirhugaðrar starfsemi HB Granda hf. á Akranesi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:15