Ár 2016, föstudaginn 8. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:30.
Mættir:

           Kristín Soffía Jónsdóttir

           Líf Magneudóttir

           S. Björn Blöndal

           Þórlaug Ágústsdóttir

           Ólafur Adolfsson

           Björgvin Helgason

           Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

           Ingibjörg Valdimarsdóttir

           Ragnar Eggertsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar  og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.      Drög að ársskýrslu Faxaflóahafna sf. Ákvörðun um aðalfund félagsins.
Lögð fram. Samþykkt að aðalfundur Faxaflóahafna sf. verði haldinn miðvikudaginn 25. maí kl. 15:00 í Hafnarhúsinu.
2.      Erindi byggðarráðs Borgarbyggðar, dags. 5.3.2016, þar sem Faxaflóahafnir sf. eru hvattar til að verja fármunum til fegrunar á hafnarsvæði Borgarbyggðar.
Lagt fram.
3.      Skýrsla Alternance slf. sem unnin var fyrir Reykjavíkurborg um umferðaröryggi í Vesturbæ, dags. í febrúar sl.
Lögð fram.
4.      Minnisblað frá fundi fulltrúa HB Granda hf. og Faxaflóahafna sf. þann 9. mars sl.
Hafnarstjóri gerði gein fyrir efni minnisblaðsins. Lagt fram.
5.      Minnisblað hafnarstjóra varðandi umhverfismál á Grundartanga.
Lagt fram. Samþykkt að senda Umhverfisvaktinni við Hvalfjörð, Hvalfjarðarsveit og fyrirtækjum á Grundartanga minnisblaðið.
6.      Samkomulag Faxaflóahafna sf. og Silicor Materials ehf. um frestun gildistöku lóðarsamnings, lóðarleigusamnings og hafnarsamnings.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni samkomulagsins. Með vísan til upplýsinga Silicor um stöðu verkefnisins fellst stjórn Faxafólahafna sf. á breytta dagsetningu á gildistöku samninga við Silicor Materials ehf. Meginbreytingin felst í því að eigi síðar en 15. desember n.k. verði samningar aðila bindandi, enda hefur þessi breyting samninganna ekki í för með sér breytingu á greiðslum Silicor til Faxaflóahafna sf. Ljúki Silicor nauðsynlegum undirbúningi framkvæmda fyrir þau tímamörk er áskilið að fyrirtækið tilkynni eins fljótt og verða má að fyrirvarar við gildistöku samninganna séu niður fallnir. Af hálfu Faxaflóahafna sf. verður ekki farið í verklegar framkvæmdir fyrr en öllum fyrirvörum er aflétt.
Stjórn Faxaflóahafna sf. heimilar hafnarstjóra að undirrita fyrirliggjandi samkomulag.
7.      Staða framkvæmda við nýjan hafnarbakka utan Klepps.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu framkvæmda við gerð nýs hafnarbakka utan Klepps.
8.      Lóðamál.

a.    Viljayfirlýsing Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar vegna úthlutunar á lóðunum Fiskislóð 37C og Hólmaslóð 1 undir starfsemi hverfamiðstöðvar.

Hafnarstjórn samþykkir viljayfirlýsinguna fyrir sitt leyti. Hafnarstjóra falið að upplýsa umsækjendur um lóðina Fiskislóð 37C um stöðu mála.

b.    Málefni Björgunar ehf.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og viðræðum við Björgun vegna athafnasvæðisins að Sævarhöfða 33.

9.      Skipulagsmál.

a.    Deiliskipulag í Örfirisey.

Málið kynnt. Skipulagsfulltrúa falið að vinna forsendur þeirra breytinga sem gerð var grein fyrir. Ákveðið að taka málið til afgreiðslu á næsta fundi.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:45

FaxaportsFaxaports linkedin