Ár 2016, föstudaginn 16. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
Mættir:

Dagur B. Eggertsson

Líf Magneudóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Magnús Smári Snorrason

Varafulltrúi:

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigríður Bergmann

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

  1. Fjárhagsáætlun ársins 2017 ásamt greinargerð hafnarstjóra og tillögu að gjaldskrá 1.1. 2017.

Hafnarstjóri fór yfir meginatriði fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2017 og gjaldskrá sem tekur gildi 1.1. 2017. Hafnarstjórn samþykkir áætlunina og gjaldskránna.

  1. Skýrsla Eflu um hljóðvist á Grundartanga dags. ágúst 2016.

Lögð fram. Skýrslan verður send Umhverfisstofnun, fyrirtækjum á Grundartanga og sveitarstjórn Hvalfjarðarsveitar og Kjósarhreppi.

  1. Skýrsla Darra Eyþórssonar dags. í ágúst 2016 – forkönnunar á aukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa við Faxaflóahafnir.

Hafnarstjórn þakkar skýrsluhöfundi fyrir vel unnið verk. Skýrslan ber með sér góða greiningu á stöðu mála og þeim möguleikum sem eru til skemmri og lengri tíma á að auka landtengingar skipa og notkun endurnýjanlegra orkugjafa. Hafnarstjóra er falið að leggja fram tillögu á næsta fundi um þá þætti sem unnt verður að vinna að á næstu misserum.

  1. Erindi HB Granda hf. dags. 4. september um að fyrirtækið verði eigandi og rekstraraðili veitukerfa fyrir skip á Norðurgarði.

Hafnarstjórn getur fyrir sitt leyti fallist á að HB Grandi hf. eigi og reki veitulagnir á Norðurgarði að hluta eða öllu leyti, enda markmið fyrirtækisins að auka verulega rafmagnsnotkun og heitt vatn vegna landtengingar skipa. Hafnarstjóra er heimilað að ganga til viðræðna við fyrirtækið um gerð samnings um verkefnið.

  1. Skýrsla Eflu dags. í sept. 2016 varðandi ástand 4. hæðar Hafnarhússins.

Gerð var grein fyrir efni skýrslunnar. Samþykkt að taka málið til frekari skoðunar á næsta fundi.

  1. Málefni Björgunar ehf.

Hafnarstjóri fór yfir megin atriði gagna sem fyrir liggja sem mögulegur grundvöllur samkomulags við Björgun og skil fyrirtækisins á landi í Sævarhöfða 33. Hafnarstjórn samþykkir að heimila formanni stjórnar og hafnarstjóra að ljúka viðræðum f.h. Faxaflóahafna sf. á þeim grundvelli sem fyrir liggur og undirrita samkomulag þar að lútandi. Endanlegir samningar verði lagðir fyrir stjórn til kynningar.

  1. Tillaga um styrk til Svæðisstjórnar björgunarsveita á svæði 1 vegna uppsetningar húsnæðis fyrir aðgerðarstjórn á höfuðborgarsvæðinu. Minnisblað hafnarstjóra dags. 13.9.2016.

Hafnarstjórn samþykkir að leggja verkefninu til styrk að fjárhæð 3,0 mkr.

  1. Breyting á deiliskipulagi inn á farmstöð Eimskipa vegna sameiningar lóða.

Hafnarstjórn samþykkir breytinguna fyrir sitt leyti.

 Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.  11:40.