Ár 2016, föstudaginn 7. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Dagur B. Eggertsson

Líf Magneudóttir

Þórlaug Ágústsdóttir

Hildur Sverrisdóttir

Ólafur Adolfsson

Björgvin Helgason

Magnús Smári Snorrason

S. Björn Blöndal

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir

Sigríður Bergmann

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.     Skýrsla Darra Eyþórssonar dags. í ágúst 2016 – forkönnunar á aukinni notkun endurnýjanlegra orkugjafa við Faxaflóahafnir (lögð fram á 149. fundi). Minnisblað hafnarstjóra um tillögur að aðgerðum dags. 3.10.2016.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu hafnarstjóra um aðgerðir til aukinnar notkunar endurnýjanlegra orkugjafa hjá Faxaflóahöfnum.

2.      Skýrsla Eflu dags. í sept. 2016 (lögð fram á 149. fundi) varðandi ástand 4. hæðar Hafnarhússins.  Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar dags. 4.10.2016.

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að leita nauðsynlegrar tækniráðgjafar um næstu skref varðandi endurbætur á Hafnarhúsinu.

3.      Bréf Vatnsveitufélags Hvalfjarðar dags. 20.9.2016 varðandi rekstur félagsins og framlög eigenda, ásamt fundargerðum stjórnar félagsins þann 2. og 9. september 2016.

Lagt fram.

4.      Fasteignir Faxaflóahafna sf. á Akranesi. Minnisblað hafnarstjóra dags. 8.9.2016.  Minnisblað vegna geymslusvæðis á Breið á Akranesi dags. 25.9.2016.

Málið rætt.

5.      Starfsmannamál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir starfslokum nokkurra starfsmanna vegna aldurs.

6.      Lóðamál á Grundartanga – málefni Silicor.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.

7.      Minnisblað hafnarstjóra dags. 4.10.2016 varðandi samninga við Björgun ehf.

Lagt fram.

8.    Forkaupsréttarmál.

a.  Erindi Fasteignasölunnar Landmark ehf., dags. 28. september s.l. varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 39, fastanr. 231-2531. Kaupandi Fasteignafélagið Nýfasteign ehf., kt. 640805-0480. Seljandi Esjuborg ehf, kt. 620906-2200

b.  Erindi Fasteignasölunnar Borgar ehf., dags. 6. október s.l. varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6870. Kaupandi Nicetravel ehf., kt. 650712-0800. Seljandi Natural Elements  ehf, kt. 680306-0440.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um ákvæði lóðarleigusamnings og deiliskipulags. ÓA situr hjá við afgreiðslu málsins.

9.      Viðeyjarferju-samkomulag.

Hafnarstjórn samþykkir samkomulagið.

10.   Önnur mál
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.   10:00

FaxaportsFaxaports linkedin