Ár 2017, miðvikudaginn 17. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Ólafur Adolfsson
S. Björn Blöndal
Björgvin Helgason
Magnús Smári Snorrason
Halldór Halldórsson
Áheyrnarfulltrúar:
Ingibjörg Valdimarsdóttir
Sigríður Bergmann
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð
1. Erindi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar dags. 18.04.2017, varðandi samþykkt verklagsreglna um upplýsingagjöf.
Lagt fram.
2. Ársreikningur Hafnarsambands Íslands
Lagður fram.
3. Rekstraryfirlit janúar – mars 2017 ásamt minnisatriðum hafnarstjóra dags. 15.5. 2017.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum yfirlitsins.
4. Lífeyrismál – minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. maí 2017 um uppgjör lífeyrisskuldbindinga vegna B-hluta fyrirtækja sveitarfélaga.
Lagt fram.
5. Tölvupóstur fjármálastjóra Reykjavíkurborgar dags. 4.5.2017 samkomulag milli ríkis og sveitarfélaga um uppgjör á ófjármögnuðum skuldbindingum sveitarfélaga og félaga í eigu þeirra við A-deild Brúar lífeyrissjóðs. Kynningarglærur frá Brú lífeyrissjóði.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.  Um er að ræða samræmingu á lífeyrisréttindum með lögum nr. 127 frá 2016 sem aftur byggja á samkomulagi heildarsamtaka opinberra starfsmanna, ríkis og sveitarfélaga frá því í september sl.  Lögin fela í sér að tekin er upp aldurstengd réttindaávinnsla í stað jafnrar ávinnslu og lífeyrisaldur er hækkaður úr 65 árum í 67.  Ríki og sveitarfélögum er gert skylt að fjármagna halla á framtíðarskuldbindingum viðkomandi lífeyrissjóða vegna þeirra breytinga sem um ræðir svo og að koma áfallinni stöðu sjóðanna í jafnvægi. Tryggingafræðilegur útreikningur  mun liggja fyrir í haust, en greiðsla á að eiga sér stað fyrir 1. nóvember nk. með skuldabréfi eða peningum.  Áætlaður hlutur Faxaflóahafna sf. í  svokölluðum jafnvægis- og lífeyrisaukasjóði er samtals um 282 milljónir króna og í varasjóði, sem settur er á stofn á grundvelli laganna, um 21 milljón króna sem greiða skal með skuldabréfi.
Hafnarstjóra er falið að afla frekari upplýsinga um greiðsluskyldu og útreikning lífeyrissjóðsins.  
6. Skipurit og skipulagslýsing.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu.  Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu.
7. Grænt bókhald fyrir árið 2016.
Hafnarstjórn samþykkir skýrslu um grænt bókhald fyrir árið 2016.
8. Skipulagsmál:
a. Fiskislóð 33-37 – Kynning á hugmyndum Tark arkitekta.
Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi tillögur.  Á meðan beðið er skýrslu um umferðarmál í Örfirisey og nágrenni þá er erindinu frestað til næsta fundar.  Skipulagsfulltrúa er falið að koma ábendingum á framfæri um það sem betur má fara.
b. Land utan Klepps – Kynning á drögum Teiknistofu Gylfa Guðjóns að skipulagi og uppdrætti.
Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi vinnugögn varðandi ýmsa þætti sem taka þarf tillit til við deiliskipulagsgerð utan Klepps.  Málið verður áfram til vinnslu og í framhaldi lagt fyrir hafnarstjórn.
c. Sölu- og þjónustuhús á Vesturbugt, Ægisgarði og Miðbakka – Kynning á drögum Yrki arkitekta að breytingu á deiliskipulagi Vesturbugtar og forsögn vegna nýs deiliskipulags Miðbakka.
Skipulagsfulltrúi kynnti vinnugögn frá Yrki arkitektum varðandi skipulagssvæðið frá Vesturbugt að Austurbakka.  Þegar endanleg tillaga liggur fyrir verður hún lögð fyrir hafnarstjórn.
9. Erindi skipulagsstjóra Reykjavíkur dags. þar sem óskað er umsagnar um erindi Efnarásarinnar ehf. um starfsleyfi á lóðinni Klettagarðar 9 fyrir móttöku á spilliefnum. Minnisblað hafnarstjóra og skipulagsfulltrúa dags. 15.5.2017.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að umsögn þar sem lagst er gegn aukinni starfsemi á lóðinni Klettagarðar 9.
10. Fjörusteinninn. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 15. maí 2017.
Gerð var grein fyrir tillögu að útnefningu vegna Fjörusteinsins og samþykkir hafnarstjórn fyrirliggjandi tillögu.
11. Farþegagjald vegna farþega skemmtiferðaskipa og hafsækninnar ferðaþjónustu.
Samkvæmt samþykkt hafnarstjórnar frá 14. september 2014 verður móttöku- og farþegagjald lagt á fyrirtæki í hafsækinni ferðaþjónustu og tekur gjaldið bæði til farþega skemmtiferðaskipa og hvala- og náttúruskoðunar.  Nú þegar er hafin vinna við deiliskipulag á svæðinu frá Vesturbugt að Austurbakka þar sem fyrirhugað er að reisa þjónustuhús fyrir þessa starfsemi og í framhaldi auka við aðstöðu á Skarfabakka.  Hafnarstjóri gerði grein fyrir nokkrum valkostum varðandi gjaldtökuna og mun hafnarstjórn taka málið til frekari skoðunar á næsta fundi.
12. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 2.5.2017 vegna endurbóta á Aðalhafnargarði Akraneshafnar.
Lagt fram.
13. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Fasteignamarkaðarins dags. í apríl 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta við Eyjarslóð 9 fastanr. 200-0089. Kaupandi Rosso ehf., kt. 610306-0120. Seljandi Sólvöllur ehf. kt. 561002-2070.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda sé starfsemin innan ákvæða deiliskipulags og lóðarleigusamnings.
14. Önnur mál.
Lögð fram rekstraráætlun Þróunarfélags Grundartanga ehf.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:30