Ár 2017, föstudagurinn 18. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 10:00.
 
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
S. Björn Blöndal
Marta Guðjónsdóttir
Varafulltrúar:
Árni Hjörleifsson
Áheyrnarfulltrúar:
Júlíus Víðir Guðnason
 
Auk þess sátu fundinn: Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Hildur Gunnlaugsdóttir ,skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.Sex mánaða uppgjör Faxaflóahafna sf. janúar til júní 2017 ásamt greinargerð hafnarstjóra.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum uppgjörsins.  Lagt fram.
2. Rammi að fjárhagsáætlun ársins 2018.
Hafnarstjóri fór yfir helstu atriði í þeim ramma sem liggur fyrir að fjárhagsáætlun árins 2018.
3. Ársfundargerð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar dags. 28.6.2017.
Lögð fram.
4. Lóðaumsóknir
a. Umsókn Parlogis ehf., dags. 10.7.2017, um lóð á athafnasvæði í nágrenni við Sundahöfn.
Unnið er að gerð deiliskipulags á svæðinu og því ekki unnt að verða við erindinu.
b. Umsókn Smágarða ehf., dags. 24.7.2017, um lóð hjá Faxaflóahöfnum.
Unnið er að gerð deiliskipulags á svæðinu og því ekki unnt að verða við erindinu.
c. Erindi Fóðurblöndunnar dags. 8.8.2017 um lóð á fyrirhugaðri landfyllingu í Vatnagörðum og viðræður um núvarandi starfsaðstöðu fyrirtækisins.
Gerð var grein fyrir efni erindisins.  Ákveðið að taka það fyrir síðar.
5. Lóðamál.
a. Lóðamál á Grundartanga.
b. Lóða- og fasteignamál á Akranesi.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir lóðamálum á Grundartanga og lóða- og fasteignamálum á Akranesi.
6. Skipulagsmál:
a. Kynning á tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Breytingin felur í sér aukið nýtingarhlutfall, sameiningu lóða og sameiginlegan bílakjallara við Fiskislóð 33-37.
Skipulagsfulltrúi fór yfir fyrirliggjandi tillögur og tekur hafnarstjórn jákvætt í erindið og heimilar að það formlegt erindi verði lagt fyrir umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkur.  Athygli er vakin á að aukin nýting lóða hefur í för með sér viðbótar lóðagjald.
LM vék af fundi.
b. Skipulag utan Klepps.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning að deiliskipulagi utan Klepps.
7. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi dags. 17. júlí 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Geirsgötu 11 fastanr. 200-0221. Kaupandi Geirsgata 11 ehf. kt. 620198-2269. Seljandi Brim ehf. kt. 410998-2629.
b. Erindi dags. 21. júní 2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Köllunarklettsvegi 2 fastanr. 224-0828. Kaupandi BB29 ehf. kt. 450393-2749. Seljandi Landberg ehf. kt. 510315-0220.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda verði starfsemi á lóðunum í samræmi við lóðasamninga og deiliskipulag.
8. Önnur mál.
a. Tillaga að fundardögum stjórnar Faxaflóahafna sf. til áramóta.
Lögð fram tillaga að fundardögum hafnarstjórnar til áramóta.
Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 11:30