Ár 2017, mánudagurinn 18. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:15.
 
Mættir:
Dagur B. Eggertsson
Líf Magneudóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
S. Björn Blöndal
Magnús Smári Snorrason
Varafulltrúi: Halldór Halldórsson
Áheyrnarfulltrúar:
Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir
 
Auk þess sátu fundinn: Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1.Fjárhagsáætlun ársins 2018 ásamt tillögu að gjaldskrá. Greinargerð hafnarstjóra dags. 14.9.2017.
Farið var yfir meginefni fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 og langtímaáætlun auk tillögu að gjaldskrá fyrir árið 2018.  Hafnarstjórn samþykkir tillögur að fjárhagsáætlun og gjaldskrá.

2. Bréf Michael Russo f.h. Silicor Materials Iceland ehf., dags. 24.8.2017 þar sem tilkynnt er um að félagið nýti sér rétt samkvæmt ákvæðum þriggja samninga við Faxaflóahafnir sf., til að falla frá samningunum.
Tilkynning Silicor Materials Iceland ehf. felur í sér að lóðarsamningur, lóðarleigusamningur og hafnarsamningur sem upphaflega voru undirritaðir 22. apríl 2015 taka ekki gildi.  Öll réttindi og allar skyldur beggja aðila á grundvelli samninganna eða vegna þeirra falla niður.  Hafnarstjóra er falið að tilkynna atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og fjármálaráðuneyti ákvörðun Silicor Materials Iceland ehf.
3. Erindi þróunarfélagsins á Grundartanga ehf. dags. 2.9.2017, boð á aðalfund félagsins þann 18. september 2017.
Aðstoðarhafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.  Faxaflóahafnir sf. tilnefna Krstínu Soffíu Jónsdóttur í stjórn félagsins og Líf Magneudóttur til vara.
4. Erindi Akraneskaupstaðar dags. 15.9.2017, Þar sem óskað er eftir makaskiptum á lóð við Akraneshöfn og skemmu á hafnarsvæðinu.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka upp viðræður við Akraneskaupstað um málið.
5. Skipulagsmál:
a. Skipulag Sundahafnar utan Klepps.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim gögnum og þeim sjónarmiðum sem liggja fyrir varðandi undirbúning deiliskipulags á svæðinu utan Klepps og á Kleppslandi.  Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að kynna fyrirliggjandi hugmyndir fyrir hagsmunaaðilum sem málið varðar.
6. Fundarboð á hafnafund Hafnasambands Íslands á Húsavík 21. september 2017.
Lagt fram.
7. Umhverfismál:
a. Umhverfisvottun Faxaflóahafna.
b. Reglur um eldsneyti skipa, útblástur og landtengingar.
Stjórn Faxaflóahafna sf. fagnar þeim áfanga að starfsemi fyrirtækisins uppfylli nú vottaða umhverfisstjórnun.  Vottunin er í senn mikil viðurkenning á stefnu fyrirtækisins og gæðastimpill á starf þess.  Þá er ánægjulegt að vottunin sé staðfest á aldarafmæli Gömlu hafnarinnar í Reykjavík.  Hafnarstjórn færir starfsfólki Faxaflóahafna sf. bestu þakkir fyrir framlag þeirra og vinnu við að ná þessum merka áfanga, fyrst hafna á Íslandi.
Minnisblað hafnarstjóra um eldsneyti skipa, útblástur og landtenginar lagt fram.
8. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi dags. 22.8.2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Klettagörðum 25 fastanr. 229-4534. Kaupandi KG25 ehf. kt. 410312-0340. Seljandi Ergo hf. kt. 490503-3230.
b. Erindi dags. 7.9.2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti að eignarhluta að Klettagörðum 13 fastanr. 230-3273. Kaupandi N1 ehf. kt. 540206-2010. Seljandi Fast-2 ehf. kt. 700-800-2450.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti enda verði starfsemin á lóðunum í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamninga.
9. Lóðamál:
a. Erindi Innness ehf. um að lóðaúthlutun að Korngörðum 13, Reykjavík, verði færð yfir á móðurfélag þess, Dalsnes ehf.
Hafnarstjórn samþykkir erindið.
10. Greinargerð borgar vegna sex mánaða uppgjörs Faxaflóahafna sf. dags. 28.8. 2017.
Lögð fram.
11. Önnur mál.
a. Tilgáta um fyrsta vitann á Akranesi 1891.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu og er honum falið að kynna það Akraneskaupstað.
b. Gróðursetning á Grundartanga.
Forstöðumaður tæknideildar gerði grein fyrir verkefninu og er hafnarstjóra falið að undirrita samkomulag um verkefnið.
Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 14:20