Ár 2017, föstudaginn 13. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Björn Blöndal
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir

Varafulltrúi: Elín Oddný Sigurðardóttir
Áheyrnarfulltrúar:

Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

  1. Bréf Reykjavíkurborgar dags. 5.10.2017 þar sem tilkynnt er um að Kristín Soffía Jónsdóttir taki sæti í stjórn Faxaflóahafna sf. sem formaður í stað Dags B. Eggertssonar.

Lagt fram.

  1. Skipulagsmál:

a)  Deiliskipulag Miðbakka.

Skipulagsfulltrúi fór yfir drög að deiliskipulagi Miðbakka.  Samþykkt að taka málið fyrir að nýju þegar fundað hefur verið með eigendum fasteigna á svæðinu.

b)  Skipulag utan Klepps.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir viðræðum við fullrúa lóðarhafa á svæðinu og Vegagerðinni.  Farið var yfir ýmis sjónarmið sem uppi eru varðandi landnýtingu og skipulag

c)  Nýting lands og landnotkun á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sf.

Hafnarstjóra falið að láta vinna kort af hafnasvæðum fyrirtækisins þar sem gerð er grein fyrir tegund landnýtingar og tillögu að framtíðar landnotkun.

d)  Forsögn að skipulagi Kassagerðar- og Tollvörugeymslureits.

Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögu að forsögn og gerði grein fyrir þeim gögnum sem liggja fyrir ásamt umsögn fulltrúa umhverfis- og skipulagssviðs.  Hafnarstjórn samþykkir að senda forsögnina í formlega meðferð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar.

e)  Erindi Klettaskjóls ehf. dags. 5.10. 2017 þar sem óskað er eftir sameiningu lóðanna nr. 3 og 5 við Klettagarða og breytingu á nýtingarhlutfalli.

Hafnarstjóra falið að leggja fram nánari upplýsingar um málið á næsta fundi.

  1. Drög að dagskrá málþings Faxaflóahafna sf. með notendum, þriðjudaginn 24. október kl. 16:00.

Lögð fram.

  1. Lóðamál í Sævarhöfða.

Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi landfyllingu og hreinsun á seti samkvæmt samningum við Björgun ehf. og gerð grein fyrir stöðu viðræðna Faxaflóahafna sf. og Reykjavíkurborgar um sölu lands og mannvirkja.

  1. Sjóminjasafnið – ný grunnsýning 2018.

Lagt fram. Samþykkt að taka málið fyrir að nýju.

  1. Starfsmannamál.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir breytingum sem orðið hafa og eru fyrirsjáanlegar í starfsmannahaldi.

  1. Önnur mál.

a)  100 ára afmæli Gömlu hafnarinnar 16. nóvember 2017.

Lagður fram listi yfir viðburði og verkefni á árinu 2017

b)  Málefni Spalar.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi að lokum verkefnis Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. við fjármögnun og rekstur Hvalfjarðarganga.
Fleira ekki gert
fundi slitið kl.  10:50

FaxaportsFaxaports linkedin