Ár 2018, föstudaginn 12. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórlaug Ágústsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
S. Björn Blöndal
Líf Magneudóttir
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Lífeyrisaukamál.

a. Drög að samkomulagi við Lífeyrissjóðinn Brú ásamt fylgigögnum.
b. Drög að samkomulagi við stéttarfélög um lífeyrisauka.

Gerð var grein fyrir stöðu mála. Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra undirritun samkomulags við Brú lífeyrissjóð starfsmanna sveitarfélaga vegna greiðslu framlags í jafnvægissjóð, lífeyrisaukasjóð og varúðarsjóð. Alls nema greiðslur Faxaflóahafna sf. kr. 322.274.636.
Með vísan til samkomulags ríkisins og Reykjavíkurborgar frá 21.9.2017, þá samþykkir hafnarstjórn að heimila hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi við stéttarfélög um samkomulag vegna starfsmanna sem samkomulag við Brú lífeyrissjóð tekur ekki til.

2. Tímasetning stjórnarfunda janúar – júní.

Lagt fram.

3. Skipulagsmál:

a. Erindi F43 ehf. dags. 8.1.2018 þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Fiskislóð 43 vegna hækkunar á nýtingarhlutfalli og færslu byggingarreits.

Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við breytinguna og heimilar umsækjanda að setja málið í formlegan feril hjá umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar.

b. Umsögn skipulagsfulltrúa um erindi vegna Fiskislóðar 33-37, dags. 10.11.2017

Lögð fram.

c. Umsögn skipulagsfulltrúa um erindi vegna svonefnds Línbergsreits dags. 9.10.2017

Lögð fram.

d. Erindi Björgunarsveitarinnar Ársæls dags. 2.1.2018 um uppsetningu ljósaskiltis á gafl hússins Grandagarður 1.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu enda samræmist erindið hvorki skiltareglugerð Reykjavíkurborgar né stefnu Faxaflóahafna sf.

e. Kynningargögn um hugmyndir frá Batteríinu – arkitektar á viðbyggingu við Geirsgötu 9.

Lögð fram. ÞÁ vék af fundi vegna þessa dagskrárliðar.

f. Kynningargögn frá Landberg ehf. um lóðamál Köllunarklettsvegar 2.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að taka saman upplýsingar um kostnað við nauðsynlegar framkvæmdir við undirbúning lóðar og frágang.

4. Sviðsmyndir vegna Grundartanga, unnar af KPMG fyrir Þróunarfélag Grundartanga ehf. ásamt kynningu á verkefnum félagsins.

Lagðar fram.

5. Stefna Hagtaks hf. vegna kröfu um greiðslu meintrar skuldar og bóta vegna verksamnings.

Gerð var grein fyrir þeim kröfum sem uppi eru. Lagt fram.

6. Lóðamál:

a. Erindi Allrahanda GL dags. 20.12.2017 þar sem sótt er um úthlutun lóðar að Skarfagörðum 6.

Með úthlutun lóðarinnar nr. 4 við Klettagarða féll umsækjandi frá umsókn um lóð við Skarfagarða 6. Sú lóð þjónar umferð vegna starfsemi við Skarfabakka og því er ekki unnt að verða við umsókn um nýja lóð þar.

b. Umsókn Melónu ehf. um skilyrta úthlutun lóðanna Tangavegur 9 og Tangavegur 11 á Grundartanga til byggingar og reksturs gagnavers.

Hafnarstjóra heimilað að gefa tímabundið vilyrði fyrir skilyrtri úthlutun lóðanna.

7. Endurskoðuð starfsmannastefna fyrir Faxaflóahafnir sf.

Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi starfsmannastefnu.

8. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi dags. 2.1.2018, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna sölu Sægarða 15, fastanr. 235-7239. Kaupandi Klettaskjól ehf. kt. 520406-0180. Seljandi Stólpi Gámar ehf. kt. 710798-2229.
b. Erindi dags. 15.12.2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna sölu Grandagarðs 13, fastanr. 200-0176. Kaupandi Iceland Medical ehf. kt. 510609-1150. Seljandi Klif ehf. kt. 550366-0109.
c. Erindi dags. 15.12.2017, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna sölu Grandagarðs 5, fastanr. 200-0171. Kaupandi 061319 ehf. kt. 620114-0220. Seljandi Kría hjól ehf. kt. 650309-0140.
d. Erindi dags. 8.1.2018, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti vegna sölu Fiskislóð 23-25, fastanr. 231-0621 og 231-0622. Kaupandi Ásbær ehf. kt. 570402-3310. Seljandi VSP ehf. kt. 430475-0299.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna enda verði starfsemi í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamninga.

9. Önnur mál.

a. Starfsdagur á Akranesi 9. febrúar 2018.

Fleira ekki gert
Fundi slitið kl. 10:30