Ár 2018, föstudaginn 9. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í stjórnsýsluhúsinu við Stillholt Akranesi og hófst fundurinn kl. 09:30.

Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Einar Brandsson
Björgvin Helgason
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir

Varafulltrúi:

Elsa Hrafnhildur Yeoman

Áheyrnarfulltrúar:

Þorsteinn F. Friðbjörnsson
Ingibjörg Valdimarsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Auður M. Sigurðardóttir, fjármálastjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Helgi Laxdal, forstöðumaður rekstrarsviðs, Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Ársreikningur Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2017 ásamt greinargerð hafnarstjóra og endurskoðunarskýrslu. Bréf endurskoðunarnefndar dags. 8.3.2018 varðandi störf nefndarinanr og skoðun á ársreikningi fyrirtækisins.
Mættur á fundinn var endurskoðandi Faxaflóahafna sf. Árni Claessen, löggiltur endurskoðandi frá KPMG. Hann fór yfir fyrirliggjandi endurskoðunarskýrslu og hafnarstjóri gerði grein fyrir meginatriðum greinargerðar sem lögð var fram. Hafnarstjórn samþykkir ársreikning fyrirtækisins og staðfesti hann með áritun sinni. AMS vék af fundi.

2. Ársreikningur Menntunarsjóðs Þórarins Kristjánssonar fyrir árið 2017.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir ársreikningi sjóðsins og var reikningurinn samþykktur.

3. Útfærsla launaþróunartryggingar samkvæmt rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins. Á grundvelli rammasamkomulags aðila vinnumarkaðarins var þann 1. mars undirritað samkomulag um útfærslu launaþróunartryggingar. Í samkomulaginu segir að hækkun launa fyrir tímabilið 2013-2017 skuli nema 1,4% og gilda frá 1. janúar 2018.
hafnarsstjórn samþykkir að laun starfsmanna Faxaflóahafna sf. hækki um 1,4% frá 1. janúar 2018. Hafnarstjóra í samvinnu við viðkomandi stéttarfélög starfsmanna, er falið að ganga frá hækkun á launatöflum á grundvellil samþykktar þessarar.

4. Skipulagsmál:
a. Erindi Odds Víðissonar arkitekt f.h. Skeljungs um breytingu á nýtingarhlutfalli lóðarinnar nr. Fiskislóð 41. Minnisblað skilpulagsfulltrúa dags. 5.3.2018.
Hafnarstjórn tekur jákvætt í erindi um hækkun nýtingarhlutfalls ofanjarðar í 1,0 og að bygging á lóðinni megi fara í 14 metra að hluta í stað 12 metra. Vísað er til umsagnar skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna sf., en breytingin er sambærileg og gerð hefur verið á aðliggjandi lóð. Athygli er vakin á að auknu nýtingarhlutfalli fylgir álagning viðbótar gatnagerðargjalds. Hafnarstjórn telur ekki nauðsynlegt að breyta skilgreindri landnotkun, en nauðsynlegt er að skilgreina fyrirhugaða starfsemi í breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar.
b. Tillaga að útliti nýrrar spennistöðvar á Faxagarði.
Skipulagsfulltrúi kynnti útlit fyrirhugaðrar spennistöðvar á Faxagarði, sem þjóna á Faxagarði og Austurbakka. Hafnarstjórn samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

5. Innri endurskoðunaráætlun Faxaflóahafna sf. fyrir árin 2018 og 2019.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi áætlun um innri endurskoðun fyrir árin 2018 og 2019.

6. Tilkynning um aðalfund Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf. þann 23. mars 2018 ásamt ársreikningi félagsins.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.

7. Dráttarbátur – minnisblað hafnarstjóra og yfirhafnsögumanns dags. 6.3 2018 um nýjan dráttarbát.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir undirbúningi að útboði á nýjum dráttarbáti fyrir Faxaflóahafnir sf., sem gert er ráð fyrir í áætlun ársins 2020 og 2021.
Samþykkt að leggja fullgerð útboðsgögn fyrir hafnarstjórn í haust.

8. Tilnefning verndarfulltrúa Faxaflóahafna sf. vegna hafnarverndar,
Hafnarstjórn samþykkir að Bergsteinn R Ísleifsson verði hafnarverndar-fulltrúi Faxaflóahafna sf., en Hallur Árnason, hafnarverndarfulltrúi mun láta af störfum á vordögum.

9. Bréf Snorra Sturlusonar, vegna Happy Tours Iceland, dags. 25.2.2018 varðandi innheimt viðlegugjöld.
Hafnarstjóra falið að afgreiða málið.

10. Starfsdagur hafnarstjórnar.

Hafnarsstjórn fór yfir ýmis verkefni sem unnið er að varðandi skipulag og framkvæmdir á vegum Faxaflóahafna sf. M.a. var fjallað um: Skipulagsmál í Örfirisey, skipulagsmál á Tollvörugeymslu- og Kassagerðarreit, málefni Akraneshafnar, framkvæmdir við nýjan viðlegubakka utan Klepps, deiliskipulag Sundahafnar og Kleppslands, framtíðarnot Hafnarhússins í Reykjavík, stöðu mála varðandi sölu rafmagns til skipa, aðgerðaráætlun um framkvæmdir í Suðurbugt og við Ægisgarð, efnisbúskap (móttöku efnis og nýtingu), framtíðar aðgerðir í Vatnagörðum og starfsáætlun stjórnar. Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri mætti á fundinn til viðræðna um málefni Akraneshafnar.

Í fundarlok var farið í skoðunarferð um hafnarsvæðið á Akranesi.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 16:00