Ár 2018, föstudaginn 10. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Marí Júlía Jónsdóttir
Daníel Ottesen

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn:  Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

  1. Kosning varaformanns.

Tillaga var gerð um Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur.  ÖÞ gerði tillögu um Valgerði Sigurðardóttur.  Þórdís Lóa kjörin varaformaður með 6 atkvæðum, en Valgerður fékk 2 atkvæði.

  1. Undirritun siðareglna.

Siðareglur Faxaflóahafna sf. lagðar fram og undirritaðar.

  1. Uppgjör rekstrar og fjárfestinga fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2018.

Hafnarstjóri gerð grein fyrir helstu fjárhagsstærðum í uppgjörinu.

  1. Samantekt um helstu verkefni Faxaflóahafna sf. árið 2018.

Farið var yfir helstu verkefni sem eru í gangi.

  1. Drög að fjárhagsramma vegna fjárhagsáætlunar 2019 ásamt gögnum frá Reykjavíkurborg varðandi forsendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2019.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála varðandi vinnu við fjárhagsáætlun og helstu verkefni sem framundan eru.

  1. Lóðamál:
  • Beiðni um úthlutun lóðar fyrir velferðarsvið Reykjavíkurborgar lóð í nágrenni Klepps.

Hafnarstjórn samþykkir að beiðnin verði skoðuð samhliða vinnu við deiliskipulag á Kleppi.

  • Erindi Eimskipa dags. 26. 7.2018 þar sem sótt er um úthlutun 8200 m2 viðbótarlóðar til stækkunar á farmstöð félagsins í Sundahöfn.  Umsókn félagsins er vegna færslu gámavalla með tilkomu nýs viðlegubakka utan Klepps, nýrrar aðkeyslu að svæðinu, starfsmannaaðstöðu á nýju svæði og veitutenginga.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að leggja fyrir næsta fund stjórnar nánari upplýsingar um nauðsynlega breytingu á deiliskipulagi sem úthlutun lóðarinnar hefði í för með sér.

  1. Forkaupsréttarmál.
  • Erindi Guðmundar Magnússonar kt. 130866-2989 um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eignarhlut í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fastanúmer 229-6859.  Kaupandi Nökkvi Travel kt. 650718-0460.

Hafnarstjórn fellur frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi verði í samræmi við deiliskipulag og lóðarleigusamning.

  1. Fundargerð aðalfundar Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sem haldin var 26. júní sl.

Lögð fram.

  1. Drög að fundartímum stjórnarfunda 2018.

Lagt fram.  Ráðgert er að starfsdagur stjórnar verði föstudaginn 21. september, en næsti fundur föstudaginn 14. september.

Fleira ekki gert
fundi slitið kl.  10:15

 

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin