Ár 2018, föstudaginn 21. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Marí Júlía Jónsdóttir
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Varafulltrúi: Karitas Jónsdóttir
Sabine Leskopf

Áheyrnarfulltrúar:
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Skýrsla KPMG um Sundahöfn.
Á fundinn mættu þeir Steinþór Pálsson frá KPMG og Gunnar Tryggvason og fóru yfir skýrslu um landnotkun og skipulag í Sundahöfn.

2. Drög að fjárhagsáætlun ársins 2019, tillaga um breytingu á gjaldskrá, tillaga að fjárhagsáætlun áranna 2019 – 2023 og greinargerð hafnarstjóra.
Farið yfir fyrirliggjandi gögn. Hafnarstjórn samþykkir fjárhagsáætlun og gjaldskrá Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2019.

3. Útboðsgögn vegna smíði dráttarbáts ásamt minnisblaði yfirhafnsögumanns dags. 6.3. 2018.
Hafnarstjórn samþykkir að bjóða út smíði á dráttarbáti á grundvelli fyrirliggjandi gagna.

4. Skipulagsmál í Sundahöfn og við Klepp – minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 31.08.2018 um Sundabraut.
Skipulagsfulltrúi fór yfir helstu atriði varðandi vinnu við skipulag á svæði Sundahafnar.

5. Lokun innsiglingar í Sævarhöfða. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 9.9. 2018 og bréf til skrifstofu eigna- og atvinnuþróunar Reykjavíkurborgar og Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf.
Hafnarstjóri fór yfir helstu atriði fyrirliggjandi minnisblaðs.

6. Lóðamál – Klettagarðar 7, Reykjavík.
Hafnarstjóra falið að senda bréf það sem lóðarhafa er gefinn kostur á að koma sjónarmiðum á framfæri um fyrirhugaða innlausn lóðarinnar.

7. Bréf Hafnasambands Íslands dags. 5.9. 2018 þar sem boðað er til Hafnasambandsþings og fundar um hafnir og fullveldi þjóðar á Grand hótel dagana 24. – 26. október n.k.
Lagt fram.

8. Beiðni um þátttöku Faxaflóahafna sf. í gerð sjónvarpsþátta um loftslagsmál.
Hafnarstjóra falið að ræða við bréfritara

9. Málþing Faxaflóahafna sf.
Ráðgert er að halda málþingið þriðjudaginn 30. október n.k. í Hörpu.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 11:30