Ár 2019, föstudaginn 11. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
María Júlía Jónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn:
Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Kynning á starfsemi endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar.
Mættir á fundinn frá Endurskoðunarnefnd Reykjavíkurborgar: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Þau fóru yfir verksvið nefndarinnar og þá þætti sem lúta að eftirliti og samskiptum við Ytri endurskoðendur og stjórn fyrirtækisins.

2. Tilboð í dráttarbát. Niðurstaða mats á tilboðum. Minnisblað yfirhafnsögumanns dags. 8.1.2019.
Á grundvelli niðurstöðu mats ráðgjafa og óháðs aðila á fyrirliggjandi tilboðum er hafnarstjóra heimilað að ganga frá smíðasamningi á nýjum dráttarbáti samkvæmt tilboði Damen Shipyards.

3. Endurskoðaðar starfsreglur stjórnar.
Hafnarstjórn staðfestir reglurnar og staðfestir þær með undirritun sinni.

4. Dómur í máli Hagtaks gegn Faxaflóahöfnum sf.
Farið var yfir meginforsendur niðurstöðu héraðsdóms í málinu. Hafnarstjórn fellst á það mat lögmanns að Faxaflóahafnir sf. hafi ekki frumkvæði að áfrýjun málsins.

5. Beiðni Hollvinasamtaka Magna ódags. um styrk til kaupa á vél í bátinn.
Hafnarstjórn samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 2.000.000 með því skilyrði að önnur fjármögnun gangi eftir.

6. Uppfærsla á skipuriti Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn staðfestir skipuritið.

7. Bréf Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. dags. 2.1.2019 þar sem boðað er til hluthafafundar félagsins og Spalar ehf. um samruna eignarhaldsfélagsins og Spalar ehf.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.

8. Fornleifaskrá og húsakönnun Borgarminjasafns dags. 2018, vegna Héðinsgötu, Köllunarklettsvegar, Sundagarða og Sæbrautar.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir megin niðurstöðum könnunarinnar.

9. Gjaldskrármál.
Hafnarstjóri fór yfir atriði varðandi gjaldskrármál og feril álagningar vörugjalda.

10. Önnur mál.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45