Ár 2019, föstudaginn 21. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:

            Kristín Soffía Jónsdóttir
            Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
            Örn Þórðarson
            Ragnar B. Sæmundsson
            María Júlía Jónsdóttir
            Daníel Ottesen
            Skúli Helgason

Varamenn:
            Marta Guðjóndóttir

Áheyrnarfulltrúar:
            Ólafur Adolfsson
            Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Guðmundur Eiríksson forstöðumaður tæknideildar, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri  sem ritaði fundargerð.

  1. Tillaga til aðalfundar Faxaflóahafna sf. um greiðslu arðs til eigenda.
    Hafnarstjórn samþykkir að gera þá tillögu til aðalfundar að arðgreiðslur ársins 2019 verði 50% af reglulegum hagnaði árið 2018 og 25% af óreglulegum hagnaði eða alls 694,5 mkr.

    Fulltrúar Samfylkingar og Viðreisnar í Reykjavík, fulltrúar Akranesskaupstaðar, fulltrúi Borgarbyggðar og fulltrúi Hvalfjarðarsveitar samþykkja framlagða tillögu um arðgreiðslur enda er hún í góðu samræmi við ákvæði  hafnarlaga og undirstrikar að fyrirtækið hefur  alla fjárhagslega burði til að standa undir tillagðri greiðslu sem er í senn varfærin og ábyrg. Tillögð arðgreiðsla hefur engin áhrif á fjárhag og eignastöðu fyrirtækisins og kallar ekki á neinar breytingar á fjárhagsáætlun ársins eða áætlaðar framkvæmdir.

    Marta Guðjónsdóttir og Örn Þórðarson fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í stjórn Faxaflóahafna fallast ekki á þessa tillögu um arðgreiðslur sem gengur lengra en tíðkast hefur. Betur færi að sýna varfærni enda er framundan fyrirséður samdráttur í efnahagslífinu og þá um leið minnkandi tekjur. Þá er einnig fyrirhuguð mikil og kostnaðarsöm innviðauppbygging á vegum Faxaflóahafna á næstu árum. Ennfremur hvetja fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík til þess að eigendur setji sér arðgreiðslustefnu hið fyrsta sem taki mið af framangreindum ábendingum og styrki þannig fjárhagslega getu hafnarstjórnar til framtíðar. Þannig verður geta hafnarstjórnar til að takast á við vaxandi umsvif hafnanna og stöðugri þörf á aukinni uppbyggingu innviða og viðhaldi hafnaraðstöðu og mannvirkja styrkt enn frekar.

    Hafnarstjórn leggur áherslu á að eigendur setji sér skýra arðgreiðslustefnu til framtíðar.

  2. Bréf Samtaka atvinnurekenda dags. 28.5.2019 varðandi vörugjöld og arðgreiðslur Faxaflóahafna sf.
    Lagt fram. Hafnarstjóra falið að svara erindinu.

  3. Launaþróunartrygging í samræmi við samkomulag stéttarfélaga ríkis og Reykjavíkurborgar – Breyting á launatöflu kjarasamninga.
    Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi að launabreytingum miðað við 1. janúar 2019.

  4. Smíð dráttarbáts – staða málsins.
    Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir smíðasamningi við Damen Shipyards og stöðu verkefnisins.

  5. Starf aðstoðarhafnarstjóra.
    Málið kynnt.

  6. Drög að samkomulagi við Fóðurblönduna um ástands- og verðmat eigna.
    Hafnarstjóra falið að vinna áfram að málinu á grundvelli umræðna á fundinum.

  7. Skipulagsmál:
    a) Minnisblað Stiku arkitekta dags. 28.5.2019 um nýtingarhlutfall lóða í Örfirisey ásamt fylgigögnum.
    b) Línbergsreitur
    Hafnarstjórn leggur til að dregið verði úr hæð húsa áður en erindið er sent áfram til Reykjavíkurborgar. Skipulagsfulltrúa falið að ræða áfram við lóðarhafa og senda málið áfram þegar sátt hefur nást um að draga úr byggingarmagni með lækkun hæstu húsa.

  8. Forkaupsréttarmál:
    a) Erindi Nökkvi Travel um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fastanr. 229-6859. Kaupandi Troll Expeditions ehf.
    b) Erindi Hopefully Touring Ltd. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Eyjarslóð 7, Reykjavík. Fastanr. 200-0090. Kaupandi Studio Segl ehf.
    c) Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fastanr. 250-0258. Kaupandi Ingibjörg S. Þórisdóttir.
    Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna enda verði starfsemi í samræmi við lóðaleigusamninga og deiliskipulag.

  9. Fjörusteinn – tilnefning til viðurkenningar.
    Hafnarstjórn samþykkir að veita Hafrannsóknarstofnun viðurkenninguna.

  10. Tillaga að öryggisstefnu fyrir Faxaflóahafnir sf.
    Hafnarstjórn samþykkir stefnuna.

  11. Fundarboð – Aðalfundur í Vatnsveitufélagi Hvalfjarðarsveitar sf.
    Lagt fram.  Samþykkt að fela hafnarstjóra að fara með umboð fyrirtækisins á fundinum.

  12.   Önnur mál.
    a) Gögn varðandi Akraneshöfn.
    b) Minnisblað og samskipti vegna tjóns á Kleppsbakka.
    c) Minnisblað vegna dýpkunarútboðs í Viðeyjarsundi.
    Gerð var grein fyrir stöðu mála varðandi Akraneshöfn, tjón á Kleppsbakka og fyrirhugaða dýpkun á Viðeyjarsundi,
FaxaportsFaxaports linkedin