Ár 2019, föstudaginn  6. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Már Snorrason
Daníel Ottesen
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri,  sem ritaði fundargerð.

 1. Mánaðarskýrsla hafnarstjóra.

Lögð fram.

 1. Tillaga að breytingu á gjaldskrá sem taki gildi 1.1.2020.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögum að breytingu á gjaldskrá vegna vörugjalda þar sem 1. og 2. gjaldflokkur eru sameinaðir og tekið upp gámagjald á milli- og framhaldsflutninga.  Þá er gerð breyting á hafnsögugjöldum í þeim tilvikum sem skipstjórar njóta undanþágu frá hafnsöguskyldu.  Hafnarstjórn samþykkir breytingarnar og fyrirliggjandi tillögu að breyttri gjaldskrá sem tekur gildi þann 1. janúar 2020.

 1. Lóðamál:
  • Lok framkvæmda Björgunar ehf. vegna landgerðar við Sævarhöfða – úttektarblað 29.11.2019. Drög að bréfi til Reykjavíkurborgar um lögskil vegna samnings frá í nóvember 2017.

Lagt fram. Hafnarstjóra falið að senda Reykjavíkurborg erindi varðandi lok framkvæmda.

 • Umsókn Reykjavíkurborgar um að fá lóðinni Héðinsgötu 8 úthlutað fyrir 1-5 þ.b. 30 m2. smáhýsi.

Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá afnota- eða leigusamningi við Reykjavíkurborg um umrædda lóð.  Liggja skal fyrir teikning af frágangi lóðar auk þess sem áskilið er að nauðsynleg gæsla og umhirða svæðisins verði tryggð.  Samþykkt þessi er með fyrirvara um niðurstöðu úrskurðarnefndar skipulagsmála.

 1. Styrkbeiðnir:
  • Byggðasafnið í Görðum Akranesi – beiðni um fjárstyrk vegna nýrrar sýningar, erindi dags., 19.9.2019 ásamt kynningargögnum.
  • Erindi Votlendissjóðs dags. 26.11.2019 um stuðning við verkefni sjóðsins.

Farið var yfir fyrirliggjandi erindi um stuðning og styrki. Hafnarstjórn óskar eftir drögum að verklagsreglum og yfirlit um styrki sem veittir hafa verið síðustu fimm ár.

 1. Minnisblað frá málþingi Faxaflóahafna 2019.

Lagt fram.

 1. Skýrsla um ástandsmat eigna í Korngörðum unnið af Verkís dags. í nóvember 2019.

Hafnarstjóri greindi frá stöðu málsins.  Lagt fram.

 1. Skýrsla Landbúnaðarháskóla Íslands vegna sjávargæðamælinga árið 2018.

Farið var yfir efni skýrslunnar. Lagt fram. Samþykkt að fá frekari skoðun og gögn á mælingum í Gömlu höfninni og að teknar verði upp viðræður við Veitur og Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur.

 1. Forkaupsréttarmál:
  Erindi Common Nonsense sf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Fiskislóð 45, Reykjavík. Fastanr. 220-6862. Kaupandi Verkfræðistofa Akureyrar.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi sé innan ákvæða deiliskipulags og lóðaleigusamnings.

 1. Önnur mál.
  • Fundaráætlun 2020.
  • ÓA greindi frá vinnu Þróunarfélags Grundartanga og hugmyndir sem þar eru til skoðunar.

Í lok fundar kvaddi Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri sér hljóðs og þakkaði fyrir samveruna, en eftir liðlega 46 ára starf lætur hann nú af störfum um áramót.

Fleira ekki gert,

fundi slitið kl. 10:35