Ár 2020, föstudaginn 15. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 09:00

Mætt:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir
Magnús S. Snorrason
Skúli Helgason

Varafulltrúi:

Pawel Bartoszek

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri, Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Lagt fram.

2. Bréf Vegagerðarinnar dags. 29.4. þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa Faxaflóahafna sf. í starfshóp Vegagerðarinnar um greiningu á þeim valkostum sem eftir standa við þverun Kleppsvíkur, þ.e. lágbrú og jarðgöng. Starfshópnum er ætlað að skila skýrslu eigi síðar en í nóvember 2020.
Hafnarstjórn tilnefnir Gísla Gíslason, hafnarstjóra í starfshópinn.

3. Skýrsla starfshóps um landtengingar skipa dags. apríl 2020 og drög að viljayfirlýsingum um háspennutengingar í Sundahöfn.
Hafnarstjórn fagnar þessum áfanga og samþykkir viljayfirlýsinguna.

4. Drög að skýrslu stjórnar vegna ársins 2019.
Lögð fram.

5. Grænt bókhald ársins 2019.
Farið var yfir helstu niðurstöður bókhaldsins og það samþykkt.
Litlu munar að Faxaflóahafnir séu kolefnishlutlausar við uppgjör ársins 2019. Breyttar aðstæður vegna COVID munu án efa bera með sér jákvæðan kolefnisjöfnuð fyrir árið 2020. Hafnarstjórn samþykkir að héðan í frá skuli öll starfsemi Faxaflóahafna verði kolefnishlutlaus eða jákvæð með tilliti til vistspors fyrirtækisins.

6. Rekstrar- og framkvæmdayfirlit janúar – apríl. Staða fjárhags og framkvæmda.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum varðandi rekstur og framkvæmdir samkvæmt þeim gögnum sem fyrir liggja.

7. Aðgerðir vegna Covid 19 – óskir fyrirtækja sem falla ekki innan samþykktar stjórnar frá 1.4.2020.
Hafnarstjóra falið að gera tillögu að svörum til þeirra aðila sem óskað hafa eftir ívilnun umfram samþykktir stjórnar.

8. Tillaga stjórnar til aðalfundar um greiðslu arðs.
Formaður leggur til að tillaga til aðalfundar Faxaflóahafna um greiðslu arðs til eigenda verði 50% af reglulegum hagnaði ársins 2019 alls kr. 431,6 mkr.

ÖÞ og MG leggja fram eftirfarandi bókun um málið: „Fulltrúar Sjálfstæðisflokks Örn Þórðarson og Marta Guðjónsdóttir, styðja ekki tillögu stjórnar um arðgreiðslu upp á 431 milljónir króna til eigenda. Breyttar aðstæður í rekstri Faxaflóahafna kalla á varfærni í rekstri, fyrirséð er tekjutap og samdráttur á árinu 2020. Til að geta tekist á við þær aðstæður er óskynsamlegt að taka út úr félaginu 431 milljónir króna, slíkt hefur áhrif á fjárhagsstyrk á yfirstandandi ári.
Ábyrgð hafnarstjórnar er að tryggja rekstur hafnarinnar. Eðlilegt væri í ljósi aðstæðna að breyta arðgreiðslustefnu Faxaflóahafna og taka þá ákvörðun á eigendavettvangi. Í því ljósi greiða fulltrúarnir atkvæði gegn þessari tillögu í hafnarstjórn.“
Aðrir í stjórn færa eftirfarandi til bókar: “ “Fjárhagsstaða Faxaflóahafna er afar sterk. Fyrirtækið býr að háu eiginfjárhlutfalli, skuldastaðan er létt og skuldir hafa farið lækkandi. Þrátt fyrir skertar tekjur til skemmri tíma vegna COVID er rekstrarstaða fyrirtækisins góð og ekki ástæða til þess að hverfa frá þeirri arðgreiðslustefnu sem ráðið hefur för á undanförnum árum.“
Fyrirliggjandi tillaga formanns samþykkt með 6 atkvæðum gegn 2.
Með: KSJ, SH, PB, TBS, MSS og DO.
Á móti: MG og ÖÞ

9. Erindi frá nefndarsviði Alþingis dags. 15.5.2020 þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á Höfuðborgarsvæðinu.
Lagt fram.

10. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Foodco ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Grandagarði 10, Reykjavík. Kaupandi er Salteyri ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemin falli innan ramma lóðarleigusamnings og deiliskipulags.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:50