fbpx

Ár 2022, fimmtudaginn 24. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 9:00

Um fjarfundarbúnað

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Daníel Ottesen
Sabine Leskopf
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir
Ragnar B. Sæmundsson
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra var Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Fyrirhugaðar breytingar í starfsmannamálum.
Stjórnarformaður tilkynnti að Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, hefði óskað eftir að láta af störfum hjá félaginu. Stjórn samþykkti starfslok hafnarstjóra frá 1. maí 2022 og tillögu formanns um að Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri Viðskiptasviðs og staðgengill hafnarstjóra, tæki tímabundið við hlutverkinu. Stjórn samþykkti jafnframt að starfið yrði auglýst og var formanni falið að koma því í farveg.
Magnúsi voru þökkuð góð störf í þágu félagsins og óskað velfarnaðar. Magnús þakkaði fyrir gott samstarf en hann mun taka við starfi forstjóra RARIK frá 1. maí 2022.

Faxaports Faxaports linkedin