Ár 2023, miðvikudaginn 19. apríl  kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 8:30

Mætt:

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður
Hildur Björnsdóttir
Már Másson
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Guðmundur Ingþór Guðjónsson
Helga Harðardóttir
Páll Brynjarsson

Auk þeirra voru á fundinum Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Gunnar Tryggvason hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

  1. Öryggi, heilsa og umhverfi

Mánaðarskýrsla öryggisstjóra lögð fram til kynningar og rædd. Eitt skyndihjálparslys en ekkert fjarveruslys hefur orðið frá síðasta fundi.

  1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra

Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra og rætt.

  1. Arðgreiðslustefna og arðgreiðsla

Fyrir fundinum lá kynning á tillögum til arðgreiðslustefnu frá ráðgjöfum KPMG og bréf til stjórnar frá Halldóru Káradóttur sviðsstjóra fjármála- og áhættusviðs Reykjavíkurborgar.

Í bréfinu er lagt til að stjórn Faxaflóahafna hafi frumkvæði að því að handhafar eigendavalds skipi stýrihóp um mótun stefnu um fjármagnsskipan.  Stjórn fól hafnarstjóra að ganga að þeirri tillögu og nýta í þeirri vinnu tillögur KPMG.

Stjórnarformaður lagði til að arðgreiðslutillaga stjórnar yrði í samræmi við tillögu 2 í greinagerð KPMG eða 1.646 m.kr. fyrir nýliðið rekstrarár.  Var sú tillaga samþykkt með sex atkvæðum en gegn einu.

Bókun Hildar Björnsdóttur vegna áformaðra arðgreiðslna til eigenda:

„Faxaflóahafnir halda um mikilvæg innviðaverkefni og hafa áformað umfangsmiklar fjárfestingar til næstu ára. Undirrituð telur því áformaða arðgreiðslu til eigenda vegna ársins 2022, sem felur í sér töluverða hækkun frá fyrri áætlunum, alltof ríflega og ekki þjóna bestu hagsmunum félagsins. Það muni reynast ósjálfbært að móta arðgreiðslustefnu til framtíðar á grundvelli fjárþarfar stærsta eiganda. Fyrirkomulagið sem tekið er mið af í ársreikningi mun til framtíðar kalla á stóraukna skuldsetningu félagsins og jafnframt hægja verulega á mögulegri innviðafjárfestingu.

  1. Ársreikningur

Theodór Sigurbergsson, endurskoðandi Faxaflóahafna, og Lárus Finnbogason, formaður endurskoðunarnefndar mættu á fundinn undir þessum lið. Drög að ársreikningi fyrir 2022 höfðu áður verið kynnt á 229. fundi stjórnar, þann 10. febrúar 2023. Endurskoðandi fór yfir endurskoðunarskýrslu og svaraði spurningum fundarmanna. Endurskoðandi fór jafnframt yfir fyrirliggjandi ábendingarskýrslu og helstu atriði til úrbóta. Formaður endurskoðunarnefndar fór yfir skýrslu endurskoðunarnefndar.

Ársreikningur var undirritaður af stjórn og hafnarstjóra.

  1. Lóðasamningur við Qair

Fyrir fundinum lá samningur um úthlutun lóðar til Qair Iceland ehf sem hafnarstjóri hafði undirritað með fyrirvara við samþykki stjórnar, ásamt kynningu um helstu atriði hans.  Magnús Baldursson lögmaður kom á fundinn og fór yfir minnisblað um helstu breytingar frá fyrri drögum sem kynnt höfðu verið fyrir stjórn og svaraði spurningum fundarmanna.

Stjórn samþykkti samninginn einróma.

  1. Forkaupsréttarmál

Hafnarstjóri kynnti að fallið hafi verið frá forkaupsrétti eftirfarandi fasteigna með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

Erindi Vélaviðgerða ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign að Fiskislóð 81, Reykjavík. Fasta nr. 200-0048 og 200-0050. Kaupandi Björn ehf.

  1. Uppgjör Safnabryggju

Sviðsstjóri framkvæmdasviðs kynnti uppgjör endurbyggingar Safnabryggju og svaraði spurningum fundarmanna.

  1. Arðsemi farþegamiðstöðvar

Jón Garðar Jörundsson sviðsstjóri viðskipta kom á fundinn og kynnti drög að arðsemismati farþegamiðstöðvar og svaraði spurningum fundarmanna.

  1. Önnur mál

Þróunarfélag Grundartanga – lögð fram kynning á starfsemi þróunarfélagsins ásamt fjárhagsáætlun.
Westward Ho – lögð fram áætlun um heimsókn kúttersins til hafna Faxaflóahafna

Fundi slitið 11:00

FaxaportsFaxaports linkedin