Ár 2014, föstudaginn 15. ágúst kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Kristín Soffía Jónsdóttir
Líf Magneudóttir
S. Björn Blöndal
Þórlaug Ágústsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Björgvin Helgason
Jónína Erna Arnardóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ingibjörg Valdimarsdóttir
Sigurður Ólafsson

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Kosning varaformanns stjórnar.
Tillaga var gerð um Björn Blöndal og var hann einróma kjörinn.
2. Árshlutauppgjör janúar til og með júní 2014 ásamt minnisblaði hafnarstjóra um stöðu framkvæmda.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum uppgjörsins og stöðu einstakra verkefna.
3. Fjárhagsáætlun ársins 2015.
Farið var yfir ramma að fjárhagsáætlun ársins 2015. Áætlunin verður tekin að nýju fyrir á næsta fundi og afgreidd.
4. Yfirlit um starfsemi Faxaflóahafna sf.
Lögð fram gögn um starfsemi Faxaflóahafna sf.
5. Málefni Björgunar.
Hafnarstjóri fór yfir gang málsins, stöðu þess og næstu skref. Hafnarstjórn samþykkir að taka málið til frekari umfjöllunar á næsta fundi.
6. Lóðamál:

a. Umsókn Mid Atlantic Sim Center ehf., dags. 18.6.2014 um lóðin nr. 37A við Fiskislóð.

b. Umsókn O. Johnson og Kaaber ehf. og Sælkeradreifingar ehf. um lóðina nr. 3 við Korngarða.

Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að gera lóðagjaldasamninga við fyrirtækin.
7. Lóða- og skipulagsmál á Grundartanga.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu skipulagsmála á Grundartanga og viðræðum við Silicor.
8. Erindi Ingibjörgu Klemenz, dags. 30.7.2014, varðandi yfirtöku á leiguhúsnæði að Geirsgötu 7B ásamt samantekt forstöðumanns rekstrardeildar um útleigu í verbúðum við Geirsgötu og Grandagarð.
Hafnarstjórn getur ekki samþykkt framsal samningsins.
9. Forkaupsréttarmál.

a. Erindi Domusnova fasteignasölu, dags. 25.6.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45 fastanr. 229-6860. Seljandi Margrét Snorradóttir, kt. 221061-3309. Kaupandi Evelyn Bentina Björgólfsdóttir, kt. 220757-6179.

b. Erindi Jöfurs Atvinnuhúsnæða, dags. 26.6.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Köllunarklettsvegi 4 fastanr. 201-5782. Seljandi Vatnsverk ehf. kt. 491089-1219. Kaupandi Hjól atvinnulífsins ehf. kt. 581103-3010.

c. Erindi Atvinnuhúsa ehf., dags. 22.7.2014, varðandi beiðni um að fallið verði frá forkaupsrétti á Köllunarklettsvegi 8 fastanr. 228-1384. Seljandi Íslands-banki hf. kt. 491008-0160. Kaupandi KG 25 ehf. kt. 410312-0340.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi lóðarhafa sé í samræmi við lóðarleigusamninga og deiliskipulag.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi lóðarhafa sé í samræmi við lóðarleigusamninga og deiliskipulag.
10. Önnur mál
JVI óskaði eftir að hafnarstjóri taki saman greinargerð um möguleika þess að auka sölu á rafmagni til skipa m.a. til að minnka mengun vegna skemmtiferðaskipa.
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:30

FaxaportsFaxaports linkedin