Ár 2018, föstudaginn 19. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Örn Þórðarson
María Júlía Jónsdóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson

Varafulltrúi: Pawel Bartoszek

Áheyrnarfulltrúar:
Pétur Þormóðsson
Ólafur Adolfsson

Auk þess sátu fundinn: Halldóra Hrólfsdóttir, skipulagsfulltrúi, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.

1. Samgönguáætlun áranna 2019 – 2033 og áranna 2019 – 2023.
Fyrir fundinum lágu drög að umsögn, sem hafnarstjóra er falið að senda Alþingi og ráðherra samgöngumála.

2. Verðmat á Hafnarhúsinu unnið af Dan Wiium dags.30.9.2018. Verðmat Jöfurs dags. 8.10.2018.
Lagt fram.

3. Söluhýsi á Ægisgarði:
a. Tilboð í framkvæmdir við Ægisgarð ásamt minnisblaði hafnarstjóra og eftirlitsmanns dags. 17.10.2018.
b. Reglur um úthlutun og afnot söluhýsa við Ægisgarð.
c. Umsóknir um söluhýsi við Ægisgarð. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 16.10.2018.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að reglum um afnot söluhýsa. Gerð var grein fyrir stöðu mála í ljósi fyrirliggjandi tilboða. Hafnarstjóra falið að skoða fyrirliggjandi umsóknir um aðstöðu.

4. Skýrsla Árna Steins Viggóssonar um atvinnustarfsemi á Grundartanga.
Skýrslan lögð fram.

5. Dagskrá málþings Faxaflóahafna sf. þriðjudaginn 30. október n.k. kl. 16:00 í Björtu loftum (Harpa).
Lagt fram.

6. Húsnæðismál á Akranesi og aðstaða fyrir móttöku á fiski. Minnisblað hafnarsstjóra dags. 8.10.2018.
Gerð var grein fyrir fyrirkomulagi um móttöku á fiski á Akranesi.

7. Erindi Þróunarfélags Grundartanga ehf. þar sem óskað er eftir framlagi til verkefna félagsins. Meðfylgjandi stefna þróunarfélagsins, verkefnaskrá og áætlun fyrir árin 2019 til 2021.
Samþykkt að fela hafnarstjóra að ganga frá samkomulagi við þróunarfélagið þar sem gert verði ráð fyrir framlagi að fjárhæð kr. 7,0 mkr. á árinu 2018 og 8,0 mkr. á árinu 2019.

8. Skipulagsmál:
a. Drög að skipulagi lóða við Sægarða 9 (farmstöð – ný innkeyrsla).
Samþykkt að óska eftir formlegri meðferð skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur um tillöguna.

b. Svarbréf Fóðurblöndunnar hf. vegna umsóknar Dalsness ehf. um breytingu á stærð og skipulagi lóðarinnar nr. 13 við Korngarða.
Hafnarstjóra falið að gera Dalsnesi ehf. grein fyrir afstöðu Fóðurblöndunnar hf. til óska fyrirtækisins um breytingu á lóðamörkum og skipulagi lóðarinnar Korngarðar 13.

c. Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 9.10.2018 varðandi erindi Geirsgötu 11 ehf. um uppbyggingu á lóðinni.
Lagt fram. Hafnarstjórn tekur undir umsögn skipulagsfulltrúa. Samþykkt að taka forsögn deiliskipulags til skoðunar á næsta fundi stjórnar.

9. Erindi Icewear dags. 10.10.2018 þar sem óskað er eftir framlengingu leigusamnings um þjónustuhús á Skarfabakka. Minnisblað forstöðumanns rekstrardeildar dags. 17 10.2018.
Hafnarstjórn getur fallist á framlengingu leigusamningsins til tveggja ára.

10. Málefni Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og Spalar ehf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála og fyrirhuguðum tillögum um meðferð hlutafélagann þar sem gjaldtöku í Hvalfjarðargöng hefur verið hætt og göngunum skilað til ríkisins.

11. Önnur mál.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:50