Ár 2019, föstudaginn 12. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mætt:
Kristín Soffía Jónsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Örn Þórðarson
Valgerður Sigurðardóttir
Ragnar B. Sæmundsson
María Júlía Jónsdóttir
Daníel Ottesen
Skúli Helgason

Varamenn:
Guðrún Ögmundsdóttir tók sæti SH frá kl. 09:35.

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Júlíus Víðir Guðnason

Auk þess sátu fundinn: Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Ákvörðun um aðalfund Faxaflóahafna sf.
Samþykkt að boða til aðalfundar föstudaginn 21. júní n.k. kl. 15:00.

2. Áhættustefna Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir efni áhættustefnu Faxaflóahafna sf. Hafnarstjórn samþykkir stefnuna og staðfestir með undirritun sinni.

3. Grænt bókhald fyrir árið 2018.
Farið var yfir niðurstöður græns bókhalds. Hafnarstjórn staðfestir niðurstöðuna. Samþykkt að fá samantekt að mögulegum mótvægisaðgerðum þeirra atriða sem koma fram í skýrslunni og aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.

4. Útstreymisskýrsla vegna ársins 2018.
Gerð var grein fyrir efni skýrslunnar og hún lögð fram

5. Tillaga að jafnréttisstefnu Faxaflóahafna sf. ásamt uppfærslu á starfsmannastefnu og skipuriti.
Fyrirliggjandi gögn eru tengd vinnu við jafnlaunastefnu og samþykkir hafnarstjórn þau.
GÖ tók sæti á fundinum en SH vék af fundi.

6. Drög að breytingu á reglugerð fyrir Faxaflóahafnir sf.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögum að endurskoðun á ákvæðum reglugerðar fyrir Faxaflóahafnir. Samþykkt að óska eftir umsögn eigenda um fyrirliggjandi drög.

7. Landfylling við Klettagarða.
Farið var yfir stöðu málsins, en framkvæmdaleyfi hefur verið samþykkt.
Hafnarsstjóra heimilað að staðfesta drög að fundargerð Faxaflóahafna, Veitna og Reykjavíkurborgar varðandi framhald málsins.

8. Kynning Innri endurskoðunar á úttektarskýrslu varðandi innra eftirlit Faxalfóahafna sf. (kl. 10:00)
Mættir voru á fundinn Hallur Símonarson frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar, Sigrún Guðmundsdóttir frá Endurskoðunarnefnd og Auður M. Sigurðardóttir fjármálastjóri Faxaflóahafna sf. Farið var yfir stöðu úttektar varðandi innra eftirlit og stöðu einstakra verkefna.

9. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 4.4.2019 og markaðs- og gæðastjóra dags. 4.4.2019 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við aðalhafnargarð á Akranesi.
Aðstoðarhafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu málsins og fyrirliggjandi minnisblaði.

10. Minnisblað hafnarstjóra og aðstoðarhafnarstjóra dags 8.4.2019 vegna undirbúnings framkvæmda næstu ára í Vatnagörðum.
Hafnarsstjóri og aðstoðarhafnarstjóri gerðu grein fyrir stöðu verkþátta við framkvæmdir við hafnabakka utan Klepps og helstu verkþætti og verkefni í tengslum við undirbúning næsta verkefnis í Sundahöfn, sem felst í lengingu Skarfabakka og landgerð í Vatnagörðum.

11. Skoðun á framtíðarskipulagi hafnarþjónustu á farmsvæðum.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að setja forsendur fyrir skoðun á málinu.

12. Útboð framkvæmda vegna smáhýsa við Ægisgarð. Minnisblað forstöðumanns tæknideildar dags. 10.4.2019 ásamt minnisblaði Magnúsar Baldurssonar hrl. dags. 9.4.2019.
Hafnarstjórn samþykkir þá tillögu sem fram kemur í minnisblaði forstöðumanns tæknideildar.

13. Skipulagsmál:
a. Skipulag við Austurhöfn, Miðbakka og Geirsgötu. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 10.4.2019.
Skipulagsfulltrúi og aðstoðar hafnarstjóri fóru yfir helstu verkefni borgar og hafnar við Austurbakka, Miðbakka og Geirsgötu. Hafnarstjóra heimilað að ganga frá samkomulagi við Reykjavíkurborg varðandi framkvæmdir við Austurbakka.

b. Beiðni skipulagsfulltrúans í Reykjavík um umsögn vegna erindis varðandi Grandagarð 8. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 8.4.2019
Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

c. Beiðni Haga dags. 9.4.2019 um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 við Kornagarða vegna stækkunar byggingarreits.
Hafnarstjórn fellst á fyrirliggjandi tillögu og heimilar lóðarhafa að óska eftir formlegri meðferð skipulagsyfirvalda.

d. Umsögn vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Héðinsreits. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags.10.4.2019
Lagt fram. Skipulagsfulltrúa falið að senda umsögnina.

14. Ársreikningur Hafnasambands Íslands fyrir árið 2018.
Lagður fram.

15. Starfsmannamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála m.a. varðandi auglýsingu á starfi aðstoðarhafnarstjóra, afleysingastörf og fyrirhugaða kjarasamninga.

16. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Reginn atvinnuhúsnæði ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Köllunarklettsvegur 4, Reykjavík. Fastanúmer 201-5783. Kaupandi Kraflar fasteignir ehf. Kt. 601115-3440.
b. Erindi verslunarinnar Fríðu frænku ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni Fiskislóð 45 Reykjavík. Fastanúmer 229-6867. Kaupandi Sesselja Jónsdóttir.
c. Erindi Lindar ehf. þar sem óskað er eftir að fallið verði frá forkaups- og forleigurétti vegna skiptingu eignarinnar Skútuvogur 13a á fjögur félög: EFK 1 ehf., EFK 2 ehf., EFK 3 og EFK 4 ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti ofangreindra eigna með venjulegum fyrirvara um að starfsemi verði í samræmi við lóðarleigusamninga og deiliskipulag.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 12:10