Ár 2020, föstudaginn 17. apríl kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 09:00

Mætt:

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Magnús S. Snorrason
Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Lagt fram.

2. Samantekt varðandi þróun rekstra og fjárhags ásamt spá um þróun.
Hafnarstjóri og aðstoðarhafnarstjóri gerðu grein fyrir spá um rekstur og framkvæmdir á árinu 2020 a samt spálíkani fyrir árið 2020 og 2021. Ljóst er að tekjufall verður allnokkuð á árinu 2020. Hafnarstjórn samþykkir að uppfærð staða verði lögð fram á fundi stjórnar í maímánuði.

3. Útblástursbókhald vegna ársins 2019.
Farið var yfir niðurstöðu bókhaldsins. Lagt fram.

4. Aðalfundur Faxaflóahafna sf.
Hafnarstjórn samþykkir að aðalfundur félagsins verði haldinn fimmtudaginn 12. júní kl. 15:00.

5. Styrkir:
a. Erindi Strandróðrafélagsins Brands um stuðning vegna viðhalds tveggja færeyskra sexæringa sem félagsmenn róa meðfram strandlengjum inni í höfnum Reykjavíkur og í Skerjafirði.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 250.000 enda takist félaginu að fjármagna það sem uppá vantar til að viðgerðin geti átt sér stað.

b. Skorradalshreppur óskar eftir styrk kr. 2 Mkr. við að koma upp fjórum upplýsingaskiltum við innkeyrslur í hreppinn.
Samþykkt að styrkja verkefnið um kr. 500.000, með fyrirvara um að takist að tryggja fjármögnun þess sem upp á vantar.  Þá verði tækifærið nýtt til að draga fram á skiltunum markverð atriði í sögu menningu og/eða náttúrufari svæðisins.

6. Lóðamál:
a. Lóðagjaldasamningur og lóðaleigusamningur vegna Sægarða 11 og 13.
Hafnarstjórn samþykkir að heimila hafnarstjóra að ganga frá lóðagjaldasamningi við Eimskip vegna lóðanna á grundvelli deiliskipulags, breytinga á aðkomu að farmsvæði Eimskipa og byggingu spennistöðvar.

7. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi GT 2 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Eyjarslóð 1, Reykjavík. Fasta nr. 227-1358. Kaupandi er Svalt ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að starfsemi á lóðinni falli að deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

Fleira ekki gert,
fundargerð staðfest í tölvupósti,
fundi slitið kl. 10:40

FaxaportsFaxaports linkedin