Ár 2020, föstudaginn 8. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 09:30

Mætt:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Magnús S. Snorrason
Skúli Helgason

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Bréf Reykjavíkurborgar dags. 6. maí þar sem tilkynnt er um breytingu á stjórna Faxaflóahafna sf. Formaður stjórnar verður Kristín Soffía Jónsdóttir í stað Skúla Helgasonar, en Sigurborg Ósk Haraldsdóttir lætur af stjórnarsetu.
Lagt fram.
Stjórnarfólk þakkar Skúla fyrir þann tíma sem hann var formaður stjórnar og bjóða Kristínu Soffíu velkomna til starfa að nýju.

2. Tilboð í dráttarbátinn Jötunn.
Fyrir liggja tvö tilboð í dráttarbátinn Jötunn. Hafnarstjórn samþykkir að fela hafnarstjóra að ganga til samninga við hæstbjóðanda Þorlákshöfn um sölu bátsins og heimilar honum frágang og undirritun nauðsynlegra skjala.

3. Kjarasamningur Faxaflóahafna sf. og Eflingar dags. 30.4.2020
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.

4. Eigendastefna – vinnufundur.
Á fundinn var mætt Helga Hlín Hákonardóttir hdl. Fyrir lágu vinnugögn varðandi sameignarsamning og eigendastefnu sem farið var yfir. Ákveðið að ræða fyrirliggjandi gögn frekar.

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl.11:30

FaxaportsFaxaports linkedin