Ár 2020, föstudaginn 12. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00

Mætt:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Magnús S. Snorrason
Skúli Helgason

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Guðbjörg Erna Erlingsdóttir

Auk þess sátu fundinn: Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Hildur Gunnlaugsdóttir skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Lagt fram.

2. Fjörusteinninn – tillaga.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu um að Hörpu verðir veittur Fjörusteinninn árið 2020.

3. Samantekt hafnarstjóra varðandi þróun rekstrar fyrstu fimm mánuði ársins. Rekstraryfirlit ásamt minnisblaði hafnarstjóra dag. 9.6. 2020
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þróun tekna og rekstrar.

4. Álit samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisráðuneytis dags. 25.5.2020 um löggildingu hafnsögumanna.
Lagt fram. Hafnarstjóra falið að koma efni álitsins til viðeigandi aðila.

5. Aðgerðir vegna Covid 19 – óskir fyrirtækja sem falla ekki innan samþykktar stjórnar frá 1.4.2020.
Hafnarstóra falið að svara fyrirliggjandi erindum í samræmi við umræður á fundinum.

6. Tillaga að erindi til Sveitastjórna- og samgönguráðuneytis um breytingu á hafnalögum þar sem heimilað verði að veita umhverfisafslætti á grundvelli reglugerðar ESB nr. 352 frá 2017.
Hafnarstjóra falið að senda Sveitastjórna- og samgönguráðuneyti erindi um að hafnalögum verði breytt þannig að ótvíræð heimild liggi fyrir um umhverfisafslætti til skipa sem uppfylla ákveðnar umhverfiskröfur.

7. Tillaga um gerð gjaldskrárstefnu fyrir Faxaflóahafnir.
Hafnarstjórn samþykkir að unnin verði gjaldskrárstefna fyrir Faxaflóahafnir. Hafnarstjóra falið að leggja grunn að forsendum stefnunnar.

8. Tölvupóstur umhverfisstofnunar dags. 27.5. 2020 þar sem kynnt eru áform um friðlýsingu Lundeyjar og hvatt til þess að skila athugasemdum og/eða upplýsingum um svæðið.
Hafnarstjórn gerir ekki athugasemd við friðlýsingu eyjarinnar, enda liggur hún ekki nærri hefðbundnum siglingaleiðum skipa.

9. Innri endurskoðun – drög að samkomulagi við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn og felur formanni og hafnarstjóra að undirrita hann.
MG og ÖÞ sitja hjá við afgreiðslu málsins og leggja fram eftirfarandi bókun:
„Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík sitja hjá við afgreiðslu málsins. Breyting á ákvæði samningsins um birtingu gagna þ.e. að við dreifingu niðurstaðna skýrslna skuli innri endurskoðandi þurfa að ráðfæra sig við stjórnendur Faxaflóahafna og eftir atvikum hafnarstjórn, ber augljóslega með sér að meirihluti hafnarstjórnar treystir ekki innri endurskoðun til að fylgja samþykktri upplýsingastefnu sinni.“

Meirihluti stjórnar Faxaflóahafna sf. áréttar að gott samstarf hefur verið við Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar og er fullkomlega eðlilegt að samráð sé haft við stjórnendur fyrirtækisins áður en niðurstöður skýrslna verða gerðar opinberar.

10. Drög að samkomulagið um samstarf við Tækniskólann á sviðum sem tengjast starfsemi Faxaflóahafna og hvatningu til að auka hlut kvenna í skipstjórn og vélstjórn.
Gerð ver grein fyrir tilurð verkefnisins. Hafnarstjórn samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
ÖÞ vék af fundi við afgreiðslu málsins.

11. Bréf Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. þar sem boðað er til aðalfundar þann 30. júní n.k. kl. 15:00 í stjórnsýsluhúsinu á Hvalfjarðarsveit.
Hafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum.

12. Forkaupsréttarmál.
a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0241. Kaupandi er Skrípó ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

13. Önnur mál.
ÓA gerði grein fyrir styrkjum til Þróunarfélags Grundartanga ehf.

Fleira ekki gert
fundi slitið kl. 14:20

FaxaportsFaxaports linkedin