Ár 2020, föstudaginn 18. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar og hófst fundurinn kl. 09:00

Mætt:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Um fjarfundarbúnað:
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Varafulltrúi um fjarfundarbúnað:
Lilja Björg Ágústsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:
Ólafur Adolfsson
Elliði Aðalsteinsson

Auk þess sátu fundinn Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri, Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi og umhverfi
Farið yfir öryggistölfræði og áherslur.
Endurvottun á umhverfisstjórnkerfi skv. ISO-14001 tókst í sept 2020.
Vilji stjórnar að móta stefnu um orkuskipti FFH og taka forystu í umhverfishegðun.
Farið yfir verkefni FFH tengd umhverfismálum.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra.
Kynnt.

3. Fjárhagsáætlun ársins 2021 ásamt greinargerð.
Fjárhagsáætlunin kynnt, rædd og samþykkt.

4. Frestun Hafnasambandsþings.
Kynnt. Ákvörðun um þing tekin upp í september.

5. Umsögn Hafnasambandsins um fyrirhugað frumvarp um breytingu á hafnalögum.
Kynnt.

6. Mat á umhverfisáhrifum fyrir framtíðarplön í Sundahöfn.
Kynnt.

7. Útboð dýpkunar í Sundahöfn.
Kynnt.

8. Fuglalíf á landfyllingu við Laugarnes.
Kynnt.

9. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0263. Kaupandi Fiseind ehf.
Kynnt.

10. Önnur mál.
Ekki önnur mál.

Fundi slitið kl. 11:15