Ár 2020, föstudaginn 16. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar og hófst fundurinn kl. 08:00

Um fjarfundarbúnað:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Elliði Aðalsteinsson

Auk þess voru Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Gunnar Tryggvason og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi og umhverfi
Hafnarstjóri fór yfir öryggis- og umhverfismælikvarða. Engin alvarleg öryggisatvik en minniháttar umhverfisatvik sem brugðist var strax við. Hugmyndir um grænan iðngarð á Grundartanga ræddar. Farið var yfir framvindu landtengingaverkefnis og umsóknar um ES styrk fyrir Green Deal verkefni.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt.

3. Lóðamál
a. Vaka
Beiðni um skammtímaleigu á Grundartanga. Vaka hefur verið beðin um umhverfisskýrslu (í samræmi við samkomulag FFH og Hvalfjarðarsveitar). Kynnt.
b. Ríkislögreglustjóri
Beiðni um skammtímaleigu fyrir æfingasvæði í Sundahöfn. Kynnt.
c. Saltgeymsla
Beiðni um skammtímaleigu fyrir geymslu á götusalti í Sundahöfn. Kynnt.
d. Malbikunarstöðin Höfði
Umsókn um lóð á Sundahafnarsvæði. Að svo stöddu er ekki hægt að verða við úthlutun, m.a. vegna óvissu um Sundabraut.
e. Björgunarmiðstöð
Viðræður við Framkvæmdasýslu ríkisins um lóð á milli Klepps og Holtagarða. FFH mun fara í viðræður við Landspítalann.
f. Lífland
Umsókn um lóð á Grundartanga er til umsagnar hjá Heilbr.eftirliti.
g. Fóðurblandan
Sviðsmyndir fyrir skipulag Vatnagarðasvæðis verða kynntar FB í mánuðinum.
h. Línbergsreitur
Upplýsingar varðandi leigu á Línbergsreit kynntar.

4. Skipulag Vatnagarðasvæðis
Fyrstu drög að sviðsmyndum sem borist hafa frá arkitektum kynnt.

5. Staða fjárfestingarverkefna
a. Dýpkun við Sundabakka
Útboð var auglýst 26. sept. Tilboð verða opnuð 22. okt.
b. Söluhús á Ægisgarði
Lokaúttektum lokið hjá byggingarfulltrúa. Þrjú hús hafa verið afhent og síðustu þrjú verða afhent á næstu vikum.
c. Önnur verkefni
Yfirlit yfir önnur verkefni var lagt fram.

6. Gjaldskrá
Gjaldskrá hækkuð 2021 um verðlagsbreytingar, 2,4%. Samþykkt.
Nefnd um gjaldskrárstefnu mun ljúka vinnu fyrir árslok og að fenginni samþykkt á gjaldskrárstefnu verður hún innleidd í áföngum. Sérstakur fundur stjórnar um gjaldskrárstefnu verður boðaður.

7. Fjármagnsskipan Faxaflóahafna
Tillaga um að greiða upp lán FFH hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna og stofna til lánalínu. Samþykkt.

8. Breyting á hafnalögum
Ákvæði um heimild til að veita umhverfisafslætti hefur verið fylgt eftir af FFH við Samgönguráðuneyti. Ráðuneytið með málið í vinnslu.

9. Málþing Faxaflóahafna
Málþing var undirbúið og fyrirhugað að halda 29. okt. en frestað v. Covid.

10. Fundadagskrá
Fundir stjórnar til ársloka verða 13. nóv. 2020 og 11. des. 2020.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00.