Ár 2020, föstudaginn 11. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 9:00

Um fjarfundarbúnað:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Elliði Aðalsteinsson

Auk þeirra voru Gunnar Tryggvason og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi og umhverfi
Hafnarstjóri fór yfir öryggis- og umhverfismælikvarða. Engin fjarveru- eða fyrstuhjálparslys hafa orðið frá síðasta fundi. Engin alvarleg umhverfisatvik. Fjórum sinnum varð tjón á skipum sem rákust á bryggju og/eða löndunarkrana. Sama skipið í tveimur tilfellum. Grjót gekk úr og og yfir varnargarð við Fiskislóð og unnið er að úrbótum.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra

3. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Space ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Eyjarslóð 9, Reykjavík. Fasta nr. 222-4439. Kaupandi Evrópa kvikmyndir ehf.
b. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0248. Kaupandi Lovetank sf.
c. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0246. Kaupandi Mánaskin ehf.
d. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 230-7076. Kaupandi Muga ehf.
e. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0239. Kaupandi Studio Berg ehf.
f. Erindi AM Skagi ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Grandagarði 1b, Reykjavík. Fasta nr. 200-0180. Kaupandi Málstaður ehf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

4. Klettagarðar 25 – breyting á deiliskipulagi, aukið nýtingarhlutfall
Ósk um aukið nýtingarhlutfall úr 0,50 í 0,65 samþykkt.

5. Mat á umhverfisáhrifum á Grundartanga
Minnisblað VSÓ lagt fram og kynnt

6. Staða fjárfestingarverkefna
a. Dýpkun við Sundabakka.
Áætlað er að mælingum ljúki í vikunni, að dýpkun hefjist 12. des. og að verkið taki um tvær vikur.
b. Mat á umhverfisáhrifum á Sundahafnarsvæði
Tillögu um matsáætlun var lokið og send Skipulagsstofnun 11. nóv.

7. Tillaga um breytingu á aðalskipulagi Miðbakkasvæðis
Tillaga Mörtu Guðjónsdóttur frá 1. des. 2020: „Í núgildandi aðalskipulagi er miðbakki merktur þróunarsvæði Þ12 Hafnarsvæði miðborgar. Þar stendur: „Blönduð byggð íbúða, verslana, veitingastaða og skrifstofa. Markmiðið er að stuðla að þróun miðborgarinnar að sjávarsíðunni og efla tengsl hafnar og miðborgar. Landnotkun, þéttleiki, gatnakerfi og yfirbragð svæðisins tekur mið af rammaskipulagi“. Ekki eru lagðar til breytingar hvað þetta varðar í nýrri tillögu að aðalskipulagi sem gilda á til ársins 2040. Lagt er til að síðasta setningin verði felld niður. Í ljósi þeirrar miklu uppbyggingar sem orðið hefur frá því að núgildandi aðalskipulag var samþykkt er mikilvægt að Faxaflóahafnir hafi óbundnar hendur við skipulag Miðbakkans. Gefa verður svigrúm til að skoða alla kosti án þess að tekið sé mið af rammaskipulagi.“
Hafnarstjóra falið að eiga samskipti við Reykjavíkurborg um að fella út setningu í aðalskipulagi, í samræmi við tillöguna.

8. Tillaga um rammaskipulag Miðbakkasvæðis
„Lagt er til að unnið verði rammaskipulag fyrir Gömlu höfnina í heild sinni sem tekur mið af breyttum forsendum. Rammaskipulagið mun ná yfir Örfirisey, hafnarlandið við Vesturbugt, Slippinn, Suðurbugt og Ægisgarð auk Miðbakka. Hverfisverndarstefna fyrir verbúðirnar í Suðurbugt hefur verið í vinnslu hjá borgarsögusafni í þó nokkurn tíma en sú stefna verður felld inn í rammaskipulagið. Nú eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir á svæðinu, fyrir Vesturhöfn/Örfirisey og Vesturbugt, en á miðbakkanum er ekki í gildi deiliskipulag. Rammaskipulagið mun verða heildstæð stefna fyrir svæðið, sem unnin verður í samráði við Reykjavíkurborg og hagaðila, og munu breytingar á núverandi deiliskipulagsáætlunum og nýtt deiliskipulag Miðbakka taka mið af því.“
Tillagan var samþykkt og hafnarstjóra falið að koma málinu í farveg.

9. Beiðni um viðræður vegna mögulegrar uppbyggingar hótels og íbúða á Miðbakka.
Stjórn felur stjórnarformanni og hafnarstjóra að ræða við forsvarsmann Geirsgötu 11 ehf. og setja málið í samhengi við fyrirhugaða vinnu við gerð rammaskipulags um Gömlu höfnina.

10. Svar við fyrirspurn um beiðni um aukið byggingarmagn í Örfyrisey.
Fyrirspurn Mörtu Guðjónsdóttur frá 1. des. 2020: „Í ljósi beiðni Faxaflóahafna um að auka byggingarmagn í Örfirisey um 145.000 ferm. er óskað eftir upplýsingum um það á hverju slík beiðni byggir og í hvaða ferli skipulagsmál Örfiriseyjar almennt sé um þessar mundir.“ Hafnarstjóri svaraði fyrirspurninni.

11. Aðgerðir v. ferðaþjónustuaðila
Stjórn felur hafnarstjóra að kynna úrræði og semja við aðila í samræmi við umræður á fundinum.

Fleira ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00

 

FaxaportsFaxaports linkedin