Ár 2021, föstudaginn 22. janúar kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og hófst fundurinn kl. 8:00

Um fjarfundarbúnað:

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Örn Þórðarson
Pawel Bartoszek
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Áheyrnarfulltrúar:

Ólafur Adolfsson
Elliði Aðalsteinsson

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Gunnar Tryggvason, Gísli Gíslason og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi og umhverfi
Hafnarstjóri fór yfir öryggis- og umhverfismælikvarða. Engin fjarveru- eða fyrstuhjálparslys hafa orðið frá síðasta fundi. Engin alvarleg umhverfisatvik. Minnisblað öryggisfulltrúa með tölfræði ársins 2020 lagt fram. Fjögur fjarveruslys urðu á árinu 2020 sem er of mikið.

2. Sundabrautarverkefni
Gísli Gíslason var gestur fundarins. Gísli gerði grein fyrir vinnu starfshóps um Sundabraut, sérstaklega áhrifum á hafnarsvæði Faxaflóahafna og svaraði spurningum.

3. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

4. Rekstraryfirlit jan – des 2020
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra með fyrirvara um að desember er ekki að fullu bókaður. Afkoma 2020 er heldur betri en útkomuspá gerði ráð fyrir.

5. Staða fjárfestingarverkefna
Kynnt af forstöðumanni tæknideildar. Niðurstaða úr dýpkunarverkefni í Sundahöfn kynnt. Heildarkostnaður við verkefnið var 704 þ.EUR sem er innan við kostnaðaráætlun. Farið var yfir helstu verkefni framundan.

6. Nýtt skipulag Faxaflóahafna
Hafnarstjóri kynnti hugmyndir að nýju skipulagi fyrir Faxaflóahafnir og var falið að vinna málið áfram með stjórnendum og starfsfólki.

7. Skilmálabreytingar lóðagjaldasamninga
Hafnarstjóri lagði fram tillögu um breytta greiðsluskilmála lóðagjalda þar sem fallið er frá fyrirkomulagi með útgáfu skuldabréfs enda fjármögnun ekki verkefni Faxaflóahafna. Tillagan var samþykkt.

8. Endurskoðun á úthlutun söluhúss
Minnisblað lögfræðings um úthlutun söluhúss var kynnt. Hafnarstjóra var falið að ræða við málsaðila og gæta þess að forsendur í úthlutunar-reglum og innsend gögn haldi eða falla frá úthlutun að öðrum kosti.

9. Erindi frá Hringrás ehf.
Frestað.

10. Þakkir og framvinda verkefnis í Hvalfjarðarsveit
Bréf frá Hvalfjarðarsveit með þökkum fyrir veittan stuðning við verkefni um merkingu sögu- og merkisstaða var lagt fram.

11. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0238. Kaupandi Glo Rentals ehf.
b. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0252. Kaupandi Mánaskin ehf.
c. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0255. Kaupandi Sigríður Ólafsdóttir.
d. Erindi Nicetravel ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 229-6864 og 229-6870. Kaupandi SGK sendi grbílast.
e. Erindi Opus fasteignafélags ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 71 (skrifstofa) Fasta nr. 200-0052 og Fiskislóð 73 (iðnaðarhús) Fasta nr. 200-0051. Kaupandi Fasti eignarhaldsfélag ehf.
f. Erindi Arion banka hf. Um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Eyjarslóð 7, Reykjavík. Fasta nr. 200-0092,Fasta nr. 223-5367 og Fasta nr. 227-7331. Kaupandi GT 2 ehf.
g. Erindi T8 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Eyjarslóð 9, Reykjavík. Fasta nr. 224-7089. Kaupandi Fossar ehf.
h. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0251. Kaupandi Mánaskin ehf.

Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 10:15.

FaxaportsFaxaports linkedin