Ár 2021, föstudaginn 19. mars kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Skúli Helgason
Magnús Smári Snorrason

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Elliði Aðalsteinsson, áheyrnarfulltrúi

Um fjarfundarbúnað:

Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir
Örn Þórðarson
Pawel Bartoszek

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri Viðskiptasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Ársreikningur 2020
Á fundinn voru mættir endurskoðendur félagsins Theodór S. Sigurbergsson og Stefán Þór Ingvarsson frá Grant Thornton endurskoðun ehf. og Lárus Finnbogason, formaður endurskoðunarnefndar.
Sviðsstjóri Viðskiptasviðs kynnti ársreikninginn, endurskoðandi fór yfir endurskoðunarskýrslu og formaður endurskoðunarnefndar fór yfir umsögn endurskoðunarnefndar. Stjórn samþykkti ársreikninginn.

2. Öryggi, heilsa og umhverfi
Ekki höfðu orðið alvarleg atvik frá síðasta fundi.
Uppfærð ÖHU stefna Faxaflóahafna var lögð fyrir fundinn. Stefnan er í einu skjali í stað tveggja áður. Stefnan var samþykkt með viðbót við málsgrein um að gripið skuli til viðeigandi aðgerða til að ná þeim markmiðum sem sett eru í loftslagsmálum.

3. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

4. Rekstraryfirlit jan-feb
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra. Rekstur fyrstu mánaða ársins í takti við áætlun.

5. Stöðugreining UT mála
Stöðugreining ráðgjafarfyrirtækisins Intellecta á UT málum Faxaflóahafna var kynnt af hafnarstjóra og sviðsstjóra Viðskiptasviðs. Greiningin var fagleg og ítarleg og sýnir að fyrirtækið hefur tækifæri til úrbóta og frekari þróunar. Tillaga að aðgerðaáætlun til þriggja ára var kynnt. Samþykkt var að hefja aðgerðir skv. áætlun en jafnframt óskað eftir því að stjórnendur legðu fram mat á kostnaði við innleiðinguna.

6. Skipulag og framkvæmdir
a. Kleppsmýrarvegur – Sala til borgar á bílastæði og smáhýsalóð
Faxaflóahafnir hafa átt viðræður við Reykjavíkurborg um sölu á lóðum við Kleppsmýrarveg til borgarinnar, annars vegar fyrir bílastæði og hins vegar fyrir smáhýsi. Sala lóðanna samþykkt af stjórn og hafnarstjóra falið að ljúka samningi við Reykjavíkurborg.
b. Köllunarklettsvegur 3 – Myndver
Lagt fram og kynnt. Hugmyndin rúmast innan gildandi deiliskipulags.
c. Deiliskipulag Fiskislóð 27
Fyrir fundinum lá erindi lóðarhafa um breytingu á deiliskipulagi við Fiskislóð 27 og umsögn skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna. Farið verður í vinnu við rammaskipulag svæðisins í vor og áætlað að þeirri vinnu ljúki nk. haust. Í kjölfarið verður deiliskipulag svæðisins endurskoðað. Ekki var talið tímabært að samþykkja frekari breytingar fyrr en nýtt rammaskipulag liggur fyrir. Erindi lóðarhafa við Fiskislóð 27 var hafnað en því beint inn í vinnu um rammaskipulag að skipulagið taki mið af væntingum lóðarhafa.

7. Erindi Íbúasamtaka Laugardals
Hafnarstjóri fór yfir fyrirspurn frá formanni Íbúasamtaka Laugardals og svar Faxaflóahafna um hávaðamengun frá Sundahöfn.

8. Samskiptaplön
Hafnarstjóri kynnti verklag um samskiptaplön til að miðla réttum upplýsingum um mikilvæg mál er varða fyrirtækið.

9. Önnur mál
Ekki önnur mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:00.

FaxaportsFaxaports linkedin