Ár 2021, föstudaginn 28. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Skúli Helgason
Ragnar B. Sæmundsson
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Þórarinn Pálsson, áheyrnarfulltrúi varamaður

Um fjarfundarbúnað:

Daníel Ottesen
Magnús Smári Snorrason
Marta Guðjónsdóttir

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri Framkvæmdasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Hafnsögumaður snéri ökkla í stiga á skipi. Ekki önnur alvarleg öryggisatvik.
Smábátur sökk í Norðurbugt er leki kom að honum en náðist fljótt upp.
Vecteburg tók niðri við austurkant á Grundartanga. Engar skemmdir og skipið losnaði af sjálfsdáðum á flóði.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi SH fasteigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni í Skútuvogi 11a, Reykjavík. Fasta nr. 202-0957. Kaupandi Steinhaufen ehf.
b. Erindi Þrotabús GMR Endurvinnslu ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á Tangavegi 7, Hvalfjarðarsveit. Kaupandi Koparhella ehf.
c. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0245. Kaupandi Valkyries ehf.
d. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0249 og 250-0260. Kaupandi Plús rekstur ehf.
e. Erindi Sjávarbakkans ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0244. Kaupandi Snark ehf.
f. Erindi Sand fasteigna ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0246. Kaupandi Norza Fasteignir ehf.
g. Erindi Evelyn B. Björgólfsdóttur um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu í eigninni Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 229-6860. Kaupandi Tröll Fasteignir.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

4. Skipulag og framkvæmdir
a. Staða verkefna
Tilboð Malbikunarstöðvarinnar Höfða í malbikunarframkvæmdir sumarsins var lægst og verður því tekið.
Efnisútboði v. Óðinsbryggju lauk í mars, áætlað er að bjóða framkvæmdina út í júní og að framkvæmdir hefjist í ágúst.
Endurnýjun á yfirborði og niðurföllum á Tangabakka er í hönnun og verður boðið út í júní.
b. Bílastæðalóð við Gelgjutanga
Tilboði Reykjavíkurborgar í bílastæðalóð við Kleppsmýrarveg hafnað en hafnarstjóra falið að gera gagntilboð.
c. Norðurgarður
Hugmyndir kynntar og ræddar.

5. Rekstraryfirlit jan – mar 2021
Rekstrarniðurstaða 1. ársfjórðungs er jákvæð og umfram áætlun.

6. Grænt bókhald
Grænt bókhald 2020 lagt fyrir fundinn og kynnt af hafnarstjóra. Losun vegna flugferða og ferða starfsfólks úr og í vinnu minnkaði. Úrgangur minnkaði og endurvinnsluhlutfall jókst verulega. Skipakomum til Faxaflóahafna fækkaði um 27% á milli ára. Skv. útblástursbókhaldi ársins losuðu skip sem höfðu viðkomu í höfnum Faxaflóahafna 42.700 tonn af CO2, sem er 24% samdráttur, og 31,4 tonn af SO2, sem er 73% samdráttur á milli ára. Heildarlosun CO2 frá eigin rekstri jókst um 3% og var 1.072 tonn CO2. Kolefnisbinding með skógrækt og endurheimt votlendis jókst og var 855 tonn. Nettólosun því 217 tonn en gerður verður samningur um bindingu við þriðja aðila á móti því.

7. Orkuskiptaáætlun
Drög að orkuskiptaáætlun Faxaflóa var kynnt af hafnarstjóra. Fyrirtækið mun ekki kaupa fleiri farartæki sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti og skipta núverandi flota að mestu út á þremur árum. Stærri farartæki, s.s. vörubíll, þegar valkostir leyfa. Á árinu 2020 notuðu dráttarbátar 87% af eldsneyti Faxaflóahafna. Verið er að setja kerfi í alla dráttarbáta fyrirtækisins sem símæla eyðslu. Lögð verður áhersla á stýringu á afli og sett verða markmið um minni eyðslu. Tækifæri til íblöndunar eða annarra valkosta af eldsneyti verða skoðuð.

8. Niðurstaða áhættumats
Áhættumat Faxaflóahafna var yfirfarið af áhætturáði 27.4.2021 og var niðurstaðan kynnt fyrir stjórn. Litlar breytingar frá fyrra áhættumati en einum áhættuþætti var bætt við matið undir upplýsingatækniáhættu; Upplýsingaleki og netárásir.

9. Starfsáætlun stjórnar
Hluti stjórnar hélt fund 26.5.2021 og gerði drög að starfsáætlun stjórnar. Drögin voru kynnt og hafnarstjóra falið að ljúka vinnunni í samráði við hópinn.

10. Vitundarvakning í grunnskólum um loftslagsmál
Fyrirliggjandi var erindi frá Reykjavíkurborg og Klöppum – grænar lausnir með beiðni um þátttöku í verkefni um vitundarvakningu í grunnskólum um loftslagsmál. Rætt var um að verkefnið næði til grunnskóla í sveitarfélögum allra eigenda Faxaflóahafna. Auk samfélagsþátttöku í mikilvægu verkefni um loftslagsmál yrði beinn ávinningur Faxaflóahafna aðgangur og notkun að sama eða sambærilegu kerfi til að miðla upplýsingum og efla umhverfisvitund starfsfólks og viðskiptavina hafnanna. Þátttaka í verkefninu var samþykkt.

11. Önnur mál
Ekki önnur mál og fundi slitið kl. 11:00.