Ár 2021, föstudaginn 25. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:30

Mætt

Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Skúli Helgason
Magnús Smári Snorrason
Ragnar B. Sæmundsson
Daníel Ottesen
Marta Guðjónsdóttir

Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Pétur Óskarsson, áheyrnarfulltrúi

Um fjarfundarbúnað:

Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Auk þeirra voru Inga Rut Hjaltadóttir sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri Viðskiptasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri, sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Slakað hefur verið á sóttvörnum en gengið vel og ekkert smit hefur borist inn á vinnustaðinn í faraldrinum.
Engin alvarleg meiðsli frá síðasta fundi en starfsmaður féll í sjóinn við tilfærslu á dráttarbát við Sléttuna og verður atvikið rannsakað.
Tvö tjón urðu á dráttarbátum í mánuðinum og þurfti Haki að fara í slipp.
Úttekt BSI og endurvottun skv. ISO-14001, ISO-45001 og skv. jafnlaunastaðli fór fram í júní og gekk vel. Þrjú minniháttar frávik voru skráð og verður brugðist við þeim.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra.

3. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Agros ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign í
Fiskislóð 35, Reykjavík. Fasta nr. 231-1984. Kaupandi Fiskislóð 35 ehf.
b. Erindi Victors Guðmundssonar Cillia um að fallið sé frá forkaupsrétti
vegna sölu á eign í Fiskislóð 31. Fasta nr. 250-0253. Kaupandi Brekkuholt ehf.
c. Erindi Arnar B. Jónssonar um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á
eign í Fiskislóð 31. Fasta nr. 250-0254. Kaupandi Brekkuholt ehf.
d. Erindi Arion banka hf. Um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni á Köllunarklettsvegi 4, Reykjavík. Fasta nr. 223-2371. Kaupandi Steðji fjárfestingar ehf.
e. Erindi Svalt ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign í Eyjarslóð 1, Reykjavík. Fasta nr. 227-1358. Kaupandi GT 2 ehf.
f. Erindi Sesselju Jónsdóttur um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eignum í Fiskislóð 45, Reykjavík. Fasta nr. 229-6866, 229-6867 og 229-8895. Kaupandi Sólvellir fasteignafélag slf.
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

4. Ráðgjafarsamningur v. skipulagsmála í Sundahöfn
Á 205. fundi stjórnar voru áform um næstu skref í þróun Sundahafnar kynntar og greint var frá viðræðum við erlenda ráðgjafa. Viðræður hafa farið fram við tvö ráðgjafarfyrirtæki og kynnti sviðsstjóri Viðskiptasviðs minnisblað og tilboð frá breska ráðgjafarfyrirtækinu Drewry. Kostnaðaráætlun og tilboð eru undir viðmiðum um útboðsskyldu á EES svæðinu. Stjórn samþykkti að gengið yrði til samninga við Drewry um verkefnið.

5. Kostnaður v. upplýsingatækniáætlunar
Á 204. fundi stjórnar var kynnt stöðugreining á UT málum og tillaga að aðgerðaáætlun. Á sama fundi var samþykkt að hefja aðgerðir skv. áætlun en jafnframt óskað eftir mati á kostnaði við innleiðinguna. Sviðsstjóri Viðskiptasviðs kynnti minnisblað um málið. Í samþykktri fjárhagsáætlun var ráðgert að veita 26,8 milljónum kr. til UT mála en til að mæta þörfum v. átaks hækkar áætlaður stofnkostnaður nýrra kerfa og þróunar- og rekstrarkostnaður UT kerfa 2021 um 21,1 milljón kr. og verður UT kostnaður ársins þá 47,9 milljónir kr. Stjórn samþykkti áætlunina og áréttaði væntingar um ávinning af aðgerðunum.

6. Dagskrá og undirbúningur aðalfundar
Eftirfarandi tillaga um arðgreiðslu 2020 var lögð fram af stjórnarformanni:
„Stjórn leggi til við aðalfund að 50% af hagnaði ársins 2020 verði greiddur út sem arður til eigenda félagsins, enda sé það í samræmi við hefð og fyrirtækið í stakk búið til greiðslu arðs.“
Marta Guðjónsdóttir greiddi atkvæði gegn tillögunni, Örn Þórðarson var ekki viðstaddur atkvæðagreiðsluna en aðrir samþykktu tillöguna og telst hún því samþykkt.

7. Önnur mál
Ekki önnur mál og fundi slitið kl. 14:55.

FaxaportsFaxaports linkedin