fbpx

Ár 2021, föstudaginn 19. nóvember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Skúli Helgason, formaður
Sabine Leskopf
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Marta Guðjónsdóttir
Magnús Smári Snorrason
Pétur Óskarsson, áheyrnarfulltrúi

Um fjarfundarbúnað

Daníel Ottesen
Ragnar B. Sæmundsson
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi

Auk þeirra voru, Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri Framkvæmdasviðs, Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi, Helgi Laxdal sviðstjóri innviða (að hluta), og Gunnar Tryggvason (um fjarfundabúnað), sviðsstjóri Viðskiptasviðs og staðgengill hafnarstjóra sem ritaði fundargerð.

1. Öryggi, heilsa og umhverfi
Ekki höfðu orðið alvarleg öryggis- eða umhverfisatvik frá síðasta fundi. Sóttvarnaráðstafanir hafa verið hertar aftur.

2. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af staðgengli hafnarstjóra.

3. Gjaldskrá 2022
Lögð fram og samþykkt samhljóða.

4. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Eignarhaldsfélagsins Sigtúns ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eigninni að Skútuvogi 1D, Reykjavík. Fasta nr. 202-0917. Kaupandi Maltviskífélagið.
b. Erindi RA5 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eignum í Hólmaslóð 2, Reykjavík. Fasta nr. 226-1527, 226-1528, 226-1529 og 227-0962. Kaupandi ÞR Eignir ehf.
c. Erindi RA5 ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eignum í Hólmaslóð 4, Reykjavík. Fasta nr. 200-0093, 221-3282, 221-3284, 221-3286, 221-3287, 221-3288 og 228-1465. Kaupandi ÞR Eignir ehf.

Sabine Leskopf vék af fundi undir þessum lið.
Fyrir liði a, b og c staðfestir Hafnarstjórn að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

5. Hljóðvistarmál Sundahafnar
Sviðsstjóri innviða kynnti minnisblað um hljóðvist í Sundahöfn. Rætt var um að ábyrgð á hávaðamengun væri hjá rekstraraðilum á hafnarsvæðinu sem starfa skv. starfsleyfi og undir eftirliti frá Heilbrigðiseftirliti. FFH mun engu að síður veita stuðning og aðhald á hafnarsvæðinu og mun hefja vinnu við að setja upp símæla á svæðinu sem mæla hljóðstyrk. ISAVIA rekur sambærilega mæla í kringum Keflavíkurflugvöll.

6. Hámarkshraði á hafnarlandi
Skipulagsfulltrúi kynnti minnisblað um lækkun umferðarhraða úr 50 km/klst í 40 km/klst á götum Faxaflóahafna innan Reykjavíkur. Sú breyting yrði í samræmi við stefnu Reykjavíkurborgar. Samtal verður tekið við helstu hagsmunaaðila á hafnarsvæðinu áður en breytingin verður innleidd.

7. Bensínstöð við Fiskislóð
Skipulagsfulltrúi kynnti umsögn FFH um tillögu að bensíndælu á bílastæði Krónuverslunarinnar við Fiskislóð. Tillaga FFH er að dælan verði staðsett innar á bílasæðinu, fjarri gönguleið um Fiskislóð.

8. Deiliskipulagsbreyting við Skútuvog
Skipulagsfulltrúi kynnti hugmyndir að breyttu deiliskipulagi lóðarinnar við Skútuvog 5. Hugmyndin er að byggja tvær byggingar sitt hvoru megin við núverandi skrifstofubyggingu.

9. Heimsókn frá stjórnendum Árósarhafnar
Sviðsstjóri viðskiptasviðs fór yfir minnispunkta frá fundi með stjórnendum Árósahafnar.

10. Önnur mál
Ekki voru önnur mál og fundi slitið kl. 11:00.

Faxaports Faxaports linkedin