fbpx

Ár 2021, föstudaginn 17. desember kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman um fjarfundarbúnað og í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 9:00

Mætt

Skúli Helgason, formaður
Örn Þórðarson
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Magnús Smári Snorrason
Daníel Ottesen
Ragnar B. Sæmundsson
Pétur Óskarsson, áheyrnarfulltrúi

Um fjarfundarbúnað

Sabine Leskopf
Ólafur Adolfsson, áheyrnarfulltrúi
Marta Guðjónsdóttir

Auk þeirra voru, Inga Rut Hjaltadóttir, sviðsstjóri framkvæmdasviðs, Gunnar Tryggvason, sviðsstjóri viðskiptasviðs og Magnús Þór Ásmundsson, hafnarstjóri sem ritaði fundargerð.

1. Undirritun fundargerða og tilhögun funda
Umræða um staðfundi eða fjarfundi. Almennt verður gert ráð fyrir að fundir hafnarstjórnar verði staðfundir, nema annað sé sérstaklega boðað.

2. Öryggi, heilsa og umhverfi
Ekki höfðu orðið slys á starfsfólki frá síðasta fundi. Sömu sóttvarnarráðstafanir og áður en viðbúið að þurfi að herða í desember v. þróunar Covid faraldursins.
Óhapp varð þegar skip kom með súrálsfarm til Grundartanga 6. desember. Bakborðskinnungur rakst harkalega í bryggjuna sem skemmdist á 12 – 15 m. kafla. Rannsókn fer fram á atvikinu.

3. Mánaðaryfirlit hafnarstjóra
Lagt fram og kynnt af hafnarstjóra

4. Forkaupsréttarmál:
a. Erindi Verkfræðistofu FHG ehf. um að fallið sé frá forkaupsrétti vegna sölu á eign í Fiskislóð 31, Reykjavík. Fasta nr. 250-0247. Kaupandi Friðrik Hansen Guðmundsson
Hafnarstjórn staðfestir að fallið sé frá forkaupsrétti með venjulegum fyrirvara um að afnot lóðar falli að gildandi deiliskipulagi og lóðarleigusamningi.

5. Þróunaráætlun Sundahafnarsvæðis
Sviðsstjóri viðskiptasviðs kynnti stöðu á vinnu ráðgjafafyrirtækisins Drewry. Gert er ráð fyrir að skýrsla Drewry verði tilbúin í janúar 2022 og verði kynnt stjórn þá.

6. Framkvæmdir og skipulag
Sviðsstjóri framkvæmdasviðs fór yfir framkvæmdir sem eru í gangi. Töf er á endurbyggingu Verbúðarbryggju vegna efnisskorts. Hjólastígur við Fiskislóð gengur vel. Baksvæði Elkem á Grundartanga verður hækkað og jafnað vegna hættu á flóði. Drög að þarfagreiningu fyrir farþegaaðstöðu á Skarfabakka eru tilbúin.

7. Áhættustefna
Áhættustefna hefur verið stytt og einfölduð og út úr henni teknir þættir sem eru matskenndir eða eiga frekar heima í áhættumati. Hafnarstjórn samþykkti nýja áhættustefnu.

8. Erindi frá Samkeppniseftirlitinu
Faxaflóhöfnum hefur borist erindi frá Samkeppniseftirlitinu með spurningum um vinnu ráðgjafa vegna þróunaráætlunar Sundahafnar. Erindinu verður svarað fyrir 20. desember.

9. Þróunarfélag Grundartanga
Aðalfundur Þróunarfélagsins er boðaður 20. desember. Faxaflóahafnir munu tilnefna Gunnar Tryggvason sem aðalmann í stjórn og Magnús Þór Ásmundsson sem varamann. Hafnarstjóri kynnti hugmyndir um verkaskiptingu þar sem áherslur Þróunarfélagsins verða á innra starf svæðis og samvinnu, stefnumótun svæðis og loftslags- og umhverfismál en Faxaflóahafnir sinni viðskiptaþróun og markaðsstarfi, þróun lands og samskiptum við innviðafyrirtæki.

10. Önnur mál
Ekki voru önnur mál og fundi slitið kl. 11:00.

Faxaports Faxaports linkedin