Í dag, miðvikudaginn 24. júní, var gengið frá sölu og afhendingu dráttarbátsins Jötuns til Þorlákshafnar. Jöt­unn er tæp­lega 100 tonna stál­bát­ur sem smíðaður var í Hollandi árið 2008. Hann hef­ur 27 tonna tog­kraft. Þegar dráttarbáturinn var auglýstur til sölu, þá bárust tvö tilboð í hann. Hafn­ar­sjóður Þor­láks­hafn­ar átti hærra boðið, 220,5 millj­ón­ir. Hafn­ar­fjarðar­höfn bauð 202 millj­ón­ir. Hafn­ar­stjórn fól Gísla Gísla­syni hafn­ar­stjóra að ganga til samn­inga við hæst­bjóðanda.  Þess má geta að þetta er í annað sinn sem dráttarbátur Faxaflóahafna er seldur til Þorlákshafnar. Jötunn eldri, sem nú heitir Över hjá Þorlákshöfn, var einnig seldur til Þorlákshafnar árið 2007.  Sá dráttarbátur er rúmlega 40 tonn og með 14 tonna tog­kraft.

Faxaflóahafnir óska Þorlákshöfn til hamingju með nýja dráttarbátinn og óskum þeim velfarnaðar í framtíðinni.

Ljósmynd: Elliði Vignisson bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna.

Ljósmynd: Elliði Vignisson bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss, Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Hjörtur Jónsson hafnarstjóri Þorlákshafnar.

Ljósmynd: Elliði Vignisson bæjarstjóri sveitarfélagsins Ölfuss og Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna.

FaxaportsFaxaports linkedin