Í ljósi þess að Hátíð hafsins verður ekki haldin næstkomandi helgi, 6. og 7. júní, þá hvetja Faxaflóahafnir sf. útgerðir og báta-/skipaeigendur að setja upp alþjóðleg merkjaflögg á skip sín til að heiða sjómenn og sjávarútveginn þessa helgi.

Sjómannadagurinn var fyrst haldin hátíðlegur þann 6. júní 1938 í Reykjavík og er orðinn einn af stærstu viðburðum á höfuðborgarsvæðinu ár hvert. Þetta er í fyrsta sinn í 82 ára sögu dagsins sem öll skipulögð dagsskrá fellur niður. Hins vegar verður hægt að hlusta á sjómannamessu frá Dómkirkjunni í beinni útsendingu á Rás 1, kl. 11:00.  Rás 1 mun síðan kl. 14-15:00 fjalla um slysatíðni á sjó og þróun til betri vegar, ásamt því að taka viðtöl við aðila tengda sjómennsku.

 

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin